Kirkjublaðið - 01.03.1893, Blaðsíða 3

Kirkjublaðið - 01.03.1893, Blaðsíða 3
5i liafa verið annað en umboðslegt skrifstofugagn dönsku stjórnarinnar. Vilja þá íslendingar að fyrra bragði varpa því sem eptir er af biskupsvaldinu íslenzka fyrir fætur ábyrgðar- lítillar hálf-útlendrar stjórnar? Jeg efast að svo stöddu um, að það sje almennings vilji íslenzku þjóðarinnar, mjer finnst það enda særandi fyrir þjóðernis- og þjóðræknistilfinning hvers Islendings. En biskupsembættið er ekki orðið nema nafnið, hið forna vald biskupanna er horfið, það kostar landið ærið fje, því er ráðlegast að leggja það niður og f'á landshöfð- ingjanum yfir íslandi í hendur hin helztu störf þess. Þannig mæla þeir, er afnema vilja embætti þetta. Að líkindum er það ekki hið forna biskuparíki kat- ólskunnar hjer á landi, sem þeir þykjast sakna f'yrir hönd biskupsembættisins, heldur einkum veitingarvald hinna geistlegu embætta (jus patronatus), sem biskupar höfðu lengi f'ram eptir öldunum. Rýrnun þessa valds er og einna mesti hnekkirinn, sem biskupavaldið hefir orðið fyrir af' hinu erlenda valdi. Þetta vald hefir að visu aldrei verið algjörlega í höndum biskupa einna í íslenzku kirkjunnar. Fyrst framan af veittu biskupar að visu öll hin lægri embætti, en fóru þó mjög eptir tillögum presta og safnaða í veiting þeirra, og samkvæmt kirkjuordinanzíu Kristjáns IV. er ákveðið, að söfnuðirnir skuli sjálfir kjósa presta sína. Ueyndar mun það aldrei hafa kornizt reglu- lega á hjer á landi með því lika að hinir útlendu amt- menn tóku þá að skipta sjer af veitingum andlegra em- bætta og þannig draga valdið úr höndum biskupanna og safnaðanna. Þessi fyrirmæli kirkjuordinanzíunnar stóðu þó að nafninu til þangað til öndverðlega á 18. öld, að konungur tók til sín veitingarvald 5 hinna stærstu presta- kalla á landinu, en bauð stiptamtmanni að veita hin ept- ir tillögum biskups, (sbr. konungsbr. 10. mai 1737 og 29. jan. 1740). Þessu var þó síðau um miðja þessa öld vikið þannig við, að stiptamtmaður og biskup skyldu í samein- ingu veita prestaköilin (sbr. konungsúrskurð 14. maí 1850). Það er því ærið langt síðan, að biskupar vorir misstu að lögum þetta veitingarvald að nokkru leyti, svo að vjer

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.