Kirkjublaðið - 01.03.1893, Blaðsíða 5

Kirkjublaðið - 01.03.1893, Blaðsíða 5
maður gettur unnnið kristilegri kirkju hjá oss mjög mikið gagn. Hann á samkvæmt embættisskyldu sinni að sjá um, að G-uðs heilaga orð sje kennt hreint og ómeingað, að prestar gegni embætti sínu sómasamlega og aðhneykslis- prestar ekki sitji í embættum, auk fleiri kirkjulegra starfa, sem á honum hvíla. Frá þeirra sjónarmiði, sem láta sig miklu skipta hina innri stjórn kirkjunnar og kristilegt trú- ar- og kirkjulíf, hlýtur það því að vera mjög mikið áhorfs- mál, hvort það sje heilladrjúgt fyrir kirkjuna að kippa burtþessum æðsta tilsjónarmanni hennar, og slengja störf- um hans saman við hin margbreyttu störf hins verzlega umboðsvalds. Það dugar ekki að einblína á það, þótt þessum vandamiklu störfum biskupsembættisins kunni stundum að vera sljólega gegnt, eða þótt margt sje öðru- vísi en á að vera í trúar- og kirkjulífinu — í þeim efnum er jafnan hægt að finna sjer eitthvað til, enda jafnan eitthvaðaðfinningarvert—heldurber miklu fremur að skoða það grandgæfilega, hverjar afleiðingarnar mundu verða af afnámi þessa embættis, hvort þeir, sem tækju við störf- um þess væru líklegri til að gegna ‘þeim með meiri rök- semd, alúð og samvizkusemi, en biskupar íslands hafa hingað til almennt gjört. Er það t. a. m. líklegt, að lands- böfðinginn, sem getur verið hverrar trúar sem vera vill, hafi miklu meiri köllun til að láta sjer eins annt um kristilegt trúar- og kirkjulíf hjá þjóðinni, kenningu Guðs orðs, framferði prestanna, uppfræðing æskulýðsins o. s. frv., eins og biskup landsins, sem alloptast er einn hinn merk- asti klerkur á landinu og hefir sjerstaklega helgað líf sitt þjónustu kristilegrar kirkju, sem andlegur yfimaður hennar. Hina verzlegu' valdstjórn vantar líka algerlega þau skilyrði, sem útheimtast til að geta gegnt sumum em- bættisskyldnm biskupsins. Hvernig á landshöfðingi t. d. að skera úr því, hvort sú og sú kenning, sem kann að koma upp meðal presta þjóðkirkjunnar, sje samkvæm heilagri ritningu og trúarreglubókum lútersku kirkjunnar? Landshöf ðinginn hefir auk alls þessa svo mörg og margbreytt störf á hendi, að lítt er ábætandi, og sje of- lilaðið störfum á það embætti, hvað er þá líklegra, en þau störfin verði helzt út undan, sem liggja fjærst i verka-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.