Kirkjublaðið - 01.03.1893, Blaðsíða 8

Kirkjublaðið - 01.03.1893, Blaðsíða 8
um og skepnuhöldum er það vanalegast eitthvert kirkju- máliðinnanhjeraðs, eða hugleiðingar um kirkjulega ástand- ið. Margar eru raddirnar, sem tala um svefn, ef eigi dauða, en þær eru bezt vitnið gegn sjálfum sjer. Hugs- un og tal er líf, enda eflnn er lífsvottur. ÖU hreiflng er líf, hvert kirkjulegt blað hlýtur að glæða slíkt líf, og það heflr »Kirkjublaðið« óneitanlega gjört, og iðjum aðþvíog biðjum, að það líf verði í framtiðinni meira en hreifing, verði sannarlegt trúarlíf og siðgæðislíf. Nýtt líf, nýjan fjelagsskap, nýja starfsemi heimta menn, sjáanlegar, þreifanlegar framkvæmdir. Nýja líflnu er sannarlega vel að taka. Allt líf er nýjan, ynging. Sjálf kirkjan er eigi undanþegin því lög- máli. Hún verður eptir fyrirsögn höfundar síns að »fram bera úr forðabúri sínu bæði nýtt og gamalt«. En eins og allt nýtt, sem vex og dafnar í riki nátt- úrunnar, er stöðug og áframhaldandi opinberan hins eina og sama lífs, eins streyrair og allt sannarlegt líf í ríki náðarinnar, í Krists kirkju, frá hinni einu og sömu lífs- lind. Vökvi sú lífslind hjörtu vor, verður starfsemi vor og fjelagskapur vor í nýja búningnum ekkert annað, en gamla starfsemin og gamli fjelagsskapurinn, sem Jesús Kristur stofnaði. Vjer finnum engin ný meðul, náðarmeð- ulin eru oss gefin. Nýju nöfnin mega ekki.fæla oss eða hræða frá hlut- töku og samvinnu. Á hinn bóginn má eigi einblína of mikiðáytri framkvæmdir, nje telja allt fengið með þeim. Það er tvennskonar ný starfsemi, sem til þessa heflr sjerstaklega verið rædd í Kbl., sunnudagaskólinn og ung- lingafjelögin. Vorir áhugamiklu bræður fyrir vestan hafið hafa átalið sunnudagaskólaleysið hjá oss. Vitanlega er hans eigi jafnmikil þörf hjer og í fríkirkjulandinu vestra, þar sem skólar rikisins kenna eigi kristindóminn, en alh'r, sem lesið hafa með athygli hugvekjuna um slíka skóla í jan.- bl. síðast, munu þó kannast við nytsemi þeirra einnig hjer á landi. Væntanl. flytur Kbl. innan skamms meira frá sama höfundí um það mál, en það sem mest er um vert og bezt gefur von um uppkomu slíkra skóla á voru

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.