Kirkjublaðið - 01.03.1893, Qupperneq 9

Kirkjublaðið - 01.03.1893, Qupperneq 9
57 landi er hin efnilega byrjun hjer í Reykjavík. Það er vonandi, að sá skóii haldi áfram og við hann fá þá prests- efnin verklega þekkingu í þeirri grein og áhuga á að breiða blessun sunnudagaskólans út um landið, þar sem þess er kostur. Sunnudagaskólahugmyndinni hefir alstað- ar verið tekið mæta vel, þar sem henni hefir verið hreift, og er til vonar, að um næstu aidamót sjáist nokkrar verk- legar framkvæmdir í íiestum kauptúnum vorum og þjett- byggðustu sjávarsveitum. Sunnudagaskólamálið mun verða rækilega rætt í Kbl. Unglingafjelögin hafa eigi enn haft nema einn tals- mann, og þótt lítil andmæli hafi komið gegn þeim, munu undirtektirnar vera fremur daufar víðast hvar. Hin síð- ast ritaða grein um slíkan fjelagsskap mun þó væntan- lega einhversstaðar vekja löngun til að koma honum á. Byrjunin er örðug í þessu efni sem optar. Blöðin hvetja iðulega unga menn til að koma á með sjer fjelagsskap, til fróð- leiksog skemmtunar, til aðmannastí fjelagslífi viðfundahöld, bókalestur, hollar líkamsæfingar o. s. frv. Þetta er einn- ig ætlunarverk unglingafjelaganna, að því við bættu, að fjelagsskapurinn hefir fullkomlega á sjer kristilegan blæ og byggist á grundvelli kristinnar trúar. Það er óskilj- anlegt, að slíkur fjelagsskapur skuli ekki geta borið sig hjer á landi, og það enda eins vel til sveita. Kbl. mun halda þessu máli vakandi, og hinn ötuli forgöngumaður mun eigi láta það falla um koll. Þetta tvennt, sem hjer hefir verið talið, heyrir til hinu svo nefnda innra kristniboði. I Danmörku — þar þekkj- um vjer eðlilega bezt til — er starfsemi þess fjelags, sem kennir sig þvi nafni, orðin afarmikil og margbreytt, og mun Kbl. við tækifæri skýra frá henni stuttlega til fróð- leiks og til eptirbreytni i sumum greinum, að því leyti sem því verður við komið hjer á landi. Skýrast kemur kristniboðið innra fram i því, að sjerstakir prjedikarar eru gjörðir út til að ferðast um landið, og eru þeir optast leikmenn. Hjeraðsfundur Húnvetninga, siðastliðið sumar, óskaði slíks umfarandi prjedikara, en sennilega hefir fundurinn hugsað sjer til þess prestvígðan mann. Komi nokkuð slikt til tals hjer á landi, . eða annað

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.