Kirkjublaðið - 01.03.1893, Blaðsíða 11

Kirkjublaðið - 01.03.1893, Blaðsíða 11
59 því efni, og þann áhuga mun Kbl. halda áfram að glæða eptir bezta mætti. Þetta allt saman kannast Kbl. fúslega við, en segir eptir sem áður, að bezta, ef eigi eina ráðið, til glæðingar kirkjulífinu, er aukin starfsemi prestanna. Þegar Kbl. heimtar aukna starfsemi af prestunum, þá væri það einkar þægilegt, gæti það um leið ráðið til þess að ljetta á þeim yfirleitt öðrum störfum, svo að siður væri um viðbót að ræða — viðbót, þar sem mikið er fyrir. Kbl. sjer sjer eigi fært, að ráða prestum til að hafa sig undan hinum margvíslegu fjelagsstörfum. Það ervit- anlegt, að finnist einhverjum einstökum, að hin verald- legu störf hnekki og spilii hinum andlegu störfum og það tvennt sje alveg'ósamrýmanlegt, þá veit hann hvort hann á að velja. En til þess ætti sem sjaldnast að koma. Vjer þjónum Guði bezt með því að þjóna mönnunum sem bezt, það er ekki sitt hvað og ósamrýmanlegt. Kbl. sje’’ sjer heldur eigi fært, að leggja það til að losa presta við búskapinn, þótt eitthvað kunni sumum að finnast til í því, sem ungur prestur á Vesturlandi skrifar ritstj., að »búskapurinn sje skæðasti óvinur prestskaparins«. Yfirleitt er þetta eigi rjett; hitt er viðurkennt, að prestar geta eigi almennt lifað við launakjör sín án þess að búa, og Kbl. er reiðu- búið til að færa rök að því, að búskapurinn sje meira en nauðungarkostur fyrir prestinn, sje honum beinlinis hoH- ur sem presti. Sanni menn til, yrði sá andi ríkjandi, að meina prestinum búskap, til þess að hafa hann »óskiptan«, þá yrði næsta stigið að meina honum að kvænast; að minnsta kosti væri það í eðlilegu áframhaldi af hinu. Sem sagt, Kbl. treystir sjer eigi til að ljetta störfum af prestunum, og heimtar þó sívaxa,ndi starfsemi. Áhug- inn þarf að vaxa hjá oss öllum undantekningarlaust. Kröfur tímans vaxa, vjer verðum að vaxa með þeitm Vjer höfum engir svo mikið að gjöra, að vjer getum eigi gjört meira. Giamla og nýja starfsemin er að vinna sálir fyrir Guðs riki, hún þnrf stöðugt að aukast. Það yrði of langt mál að fara hjer út í hið einstaklega, Kbl. vill gjöra það á hverri síðu, meðan því endist aldur. Vænt- anlegar eru frá ritstj. og öðrum greinir um 'sjerstakar

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.