Kirkjublaðið - 01.03.1893, Blaðsíða 12

Kirkjublaðið - 01.03.1893, Blaðsíða 12
60 tegundir þessarar auknu starfsemi, um fjelagsskap presta og innbyrðis aðstoð og uppörfun, sem þeir geta veitt hverir öðrum. Aukna starfsemin er hin aukna sálusorg. Hennar gætir svo víða allt of litið gagnvart hverjum ein- staklingi safnaðarins. Gjörum hana, kærir bræður, að sjer- legu ihugunarefni voru og jafnframt að umtalsefni í Kbl. ----3se----- Niðurlag páskaræðu vorið 1892. Eptir sjera Jóhannes L. L. Jóhannsson. Hin dimma sorgarhátíð langafrjádagsins er liðin, en aptur komin hin bjarta gleðihátið páskadagsins. Svo sem sólin er á þessum tíma árs á leið sinni úr suðrinu aptur til vor, sem búum í þessum norðlægu löndum, svo skín nú á ný skært fyrir oss hin eilífa rjettlætissólin, Jesús Kristur, sem nálega sýndist horfin í dauðans myrkri, já, hún skín svo skært, að hún hefir aldrei skinið skærara, en einmitt þá er hún kemur í páskaguðspjallinu aptur fram f fullu veldi og hefir sigrað allt andlegt myrkur og allan andlegan dauða. Hvergi sjáum vjer þann sannleik, að annað líf sje tii eptir þetta og að vjer eigum sjálfir upp að rísa, svo áþreifanlega staðfestan, sem í upprisu enduriausnarans. Það er fvrst með þessum höfuðlærdómi og undirstöðuatriði alls kristindóms, að trúin á eilíft líf og líkamlega upprisu er orðin að vissu meðal mannanna og sannarlega innlend í heimi þessum. Aður höfðu menn að vísu ýmsar hugmyndir um annað líf, en mjög óljósar, þær voru því eins og draumórar sofandi manna, er lítið eða ekkert verður á byggt, þar sem ódauðleikahugmynd kristindómsins skín í fullu, eigi að eins andlegu, heldur einnig líkamlegu Ijósi fyrir upprisu Krists. Það er eigi að undra, þótt hugmyndirnar um ódauðleikann væri ófull- komnar og óljósar meðal heiðingjanns,, því að þær voru líka myrkar hjá Gyðingum, og ódauðleikatrúin kemur fremur óvíða fram í gamla testamentinu og allrasízt með berum orðum, enda voru til sumir Gyðingar, sem neituðu ódauðleik sálarinnar og upprisu líkamans. I þessu sem

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.