Kirkjublaðið - 01.03.1893, Blaðsíða 13

Kirkjublaðið - 01.03.1893, Blaðsíða 13
61 öðru sjáum vjer yfirburði nýja testamentisins. Það er fyrst Jesús Kristur, sem hefir bókstaflega leitt i ljós lífið og ódauðleikann. Með trúnni á upprisu Krists og gjörvallri kenningunni um upprisuna stendur og fellur allur kristin- dómur. Þessi trú sýnir ein guðdóm endurlausnara vors og hefur kristindóminn langt upp yfir öll önnur trúar- brögð; svo háleit og huggunarrík er hún fyrir sál manns- ins. Dýrðleg og gleðirík er þessi hátíð, kristnu bræður og systur; fögnum henni, vinir, og verum glaðir í Guði; fögnum vorum upprisna frelsara og rísum upp með honum sjálfir, risum upp af andlegum svefni og kæru- leysi um guðlega hluti og trúariunar heilögu mál- efni, rísum upp af syndaspillingu vorri og lifum nýju, Guði helguðu lífi, í siðbót og sönnum kærleika. Sýn- um trú vora á Guð og elsku vora til endurlausnar- ans með góðri breytni samkvæmt Jesú dýrðar dæmi. Ef vjer gjörum þetta, þá höldum vjer sanna páskahátið eigi að eins hið ytra, heldur einnig hið innra, þá getum vjer fagnað í Guði og haldið í sannleika gleðihátíð, eins og þess- ir dagar líka eiga að vera, og hin likamlega og ytri gleðin, sem ávallt er eðlilegur samfari hinnar andlegu og innri gleði, hlýtur þá að hafa sín góðu áhrif á huga vorn; hún er þá eigi einungis saklaus, heldur líka helg, því að hún helgast af hátíðarlifi þvi, sem býr í hjartanu, fullu af lotningu og aðdáun fyrir Guðs dásemdum, og hrifnu af þakklæti við hinn eilífa höfund lífsins og ljóssins. Sá sem rís upp með Kristi, þegar í þessu lifi, með endurnýj- ungu líf'ernisins, getur átt von á góðri upprisu fyrir lik- ama sinn á vormorgni eilífðarinnar, þegar lieilagur andi vekur allt hold til lífs; hann, sem árlega fyrir augum vor- um vekur fræið og fluguna upp úr freðinni moldinni og kallar allt fram í lífið og tilveruna. Gleðjum oss þá öll i Guði og Guðs nafni, kæru systkin, á þessari fagnaðar- og sigurhátíð kristilegrar kirkju. En þú vor himneski faðir, gef þú oss öllum náð til að mega við daganna enda- takmark fagna lífsins sönnu upprisu og eilífri páskahátið í þínu dýrðarríki. Heyr vorar bænir í Jesú nafni. Amen. -38©

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.