Kirkjublaðið - 01.03.1893, Blaðsíða 15

Kirkjublaðið - 01.03.1893, Blaðsíða 15
ina«. I ljóðabókinni er ab sönnu sagt, að hann haíi ort hana, þeg- ar hann sá, ai) sálmum þeim, er hann hafði sent til bókarinnar, hafði yerið breytt at) honum fornspurðum. En Tómas bóndi Tóm- asson á Hvalnesi á Skaga, skilrikur maður og skáld, dáinn hálfní- ræður 1866, sagði mjer einu sinni, að sjera Jón hefði sjálfur sagt sjer, að breyting M. St. á öðru versi í sálminum nr. 270 í sálrna- bókinni hef'ði verið svo afleit, að hann hefði ekki getað stillt sig um að yrkja þennan kveðling, án þess að bugsa úti, að af honum hlytist sú rimma sem varð. Það er auðsjeð af' ljóðabókinni, að Jón Sigurðsson hefir ekki vitað af þessari breytingu, því þar er sálmurinn prentaður eptir messusöngsbókinni, og 7 skálda nefndin heflr ekki vitað það held- ur, því enn er sálmurinn nr. 368 í nýustu bókinni með breytingu Magnúsar, næstum óbrjálaðri. Sjera Jón sýndi Tómasi versið, eins og hann hafði ort það, og sagðist hann hafa skrifað það hjá sjer, og inn í sálmabók sína þegar hann kom heim; það gjörði jeg líka, og er nú ef til vill sá eini, sem veit hvernig það var upphaflega. JÞess vegna finn jeg mjer skylt, að láta það loksins koma fyrir daginn, eins og það var ort af sjera Jóni, svo smekkleysan í annari hendingu tilreiknist honum ekki lengur. Það var þannig: fMig þó heimsæki marglold nauð og meinsemd líkamans, þó daglegt hljóti að bresta brauð, svo bannist nauðþurft hans, raskast þó ei mín hugar-hægð, hef eg allskonar gæða nægð í faðmi frelsarans*. Ó. S. -----3S6------ Sunnanfari og háskólavonin. Sunnanfari flytur i síðastkomnu blaði sínu (febrúar) myndir af merkisprestunum sjera Stefáni Thorarensen og sjera ísleifi Gísla- syni, sem önduðust f. á. Því er sízt að neita, að blaðið hefir sýnt klerkdóminum íslenzka fuilan sóma, með því að flytja myndir og æfisögur helztu manna kirkjunnar, er nú eru uppi, þeirra Hallgríms biskups, sjera Helga lektors, sjera Þórarins og sjera Jóns Bjarnasonar í Winnipeg, auk þess hófst blaðið með mynd Pjeturs heitins biskups og hefir nýlega flutt einkar-góöa mynd af Guðbrandi biskupi. Sf. tók nokkuð óstinnt hinni hógværu athugasemd Kbl. við kvæði Þ. E. um Örlög guðanna; en eigi hefir jSbl. síður úr öðrum áttum fengið þungar ákúrur fyrir hógværðina. Kbl. hefir engu að bæta við athugasemd sína við kvæðið, nema benda hinum heiðruðu

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.