Kirkjublaðið - 01.04.1893, Qupperneq 1

Kirkjublaðið - 01.04.1893, Qupperneq 1
mánaðarrit handa íslonzkri alþýðu. III. RVÍK, APRÍL 1893. Á sumardagsmorguninn fyrsta 1887. Mitt barn, mitt barn, minn son, minn son! mín sæta’ og eina hjartans von, nú sef'ur þú svo sætt og rótt, en seinna kemur önnur nótt; þá vakna’ eg ei af værum blund, þá vakir þú með hrygga lund. Og máske líka’ hún móðir þín í moldarrúmið svalt til mín þá komin verði’ og sofi sætt, er sjerhvert mein þitt hefur bætt; þá átt þú engan, engan að, það er svo sárt að hugsa um það. Eg hef þá trú, eg lief þá von, að hönd sje til, minn kæri son, í þessu lífi’ er leiddi mig, er leiði bæði’ og styðji þig, er blessi þig, er bendi þjer og beri, þar sem hættast er. Á bræðra þinna fer eg fund, við fxnnumst eptir litla stund, því lítil stund finnst lífið mjer, þá lít eg það sem farið er, og þjer mun sýnast, sonur kær, það sama, ef mínum aldri nær.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.