Kirkjublaðið - 01.04.1893, Blaðsíða 7

Kirkjublaðið - 01.04.1893, Blaðsíða 7
71 um. Allt komst í uppnám og varð í fullkomnu reíðuleysi. En vinirnir, sem lofað höfðu öltu fögru, komu nú hvergi nærri, nema til að eyða og spenna. Bóndi kvartaði nú um við þá, að spár þeirra hefðu brugðizt; en þeir svör- uðu eins og forðum: »Sjá þú sjálfur fyrir þvi«, og bættu við: »Við hugsuðum ekki, að þú værir sá ólukku heigull og aumingi, að láta allt fara svona. Þú þóttist þó sjálf- ur einfær og sjálfum þjer nógur; við munum svo langt«. Sá bóndi þá, að þótt ýmsu hefði verið áfátt hjá kerlu hans, þá hefði hún þó haldið saman heimilinu og tekizt að halda nokkurn veginn góðri reglu og góðum siðum. Og þó að hún hefði þurft mikið til búsins, þá þótti hon- um nú sem það hefði ekki verið nema náttúrlegt, þar sem fjölskyldan var mikil og mörgum að skammta. Iðr- aðist hann nú eptir þetta frumhlaup sitt, en kom sjer þó ekki að því að biðja konu sína að taka saman við sig aptur. Eu það er frá konunni að segja, að fyrst þá er hún var skilin við manninn, fannst henni sem ljett væri af sjer þungu fargi, er hún ekki lengur þurfti að búa undir ánauð hans og ónotum. Treysti hún og vel börnum sín- um að sjá sjer farborða, enda höfðu sum þeirra lofað henni öllu góðu um það. En efndanna var vant, þó að loforðin væru nóg og enda viljinn í fyrstu hjá sumum. Mörg barnanna voru fremur sink og tímdu lítið sem ekk- ert að leggja af mörkum við móður sína, þótt þau gætu; en sum gátu ekki, þótt þau vildu. Brast móður þeirra því opt hið allra nauðsynlegasta. Iðraðist hún nú einnig að sínu leyti skilnaðarins, enda fannst henni þá, sem sig hefði lengi grunað það. Sá hún nú, að þótt karl hennar hefði opt verið harður og önugur við hana og skammtað henni úr hnefa, þá hefði hún þó átt skjól og heimili hjá honum og sjaldan brostið bráðustu lffsnauðsynjar, þótt flest hefði verið af skornum skammti veitt, og stundum með tangarörmum togað. Fýsti hana nú áptur heim til bónda síns; hafði hún og allt af borið ræktarþel til lians niðri í, þótt samkomulagið hefði verið stirt á ytra borðinu; en eigi fjekk hún sjer geð til þess að leita samvista við hann að nýju.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.