Kirkjublaðið - 01.04.1893, Blaðsíða 9

Kirkjublaðið - 01.04.1893, Blaðsíða 9
73 varð mjer og að hugsa, þegar jeg las ádrepu-upphaflð, en jeg átti bágt með að trúa mínum eigin augum, þegar þessi skúr kemur niður yfir grein sjera V. B. i Kbl. III. 1, þar sem hann svaraði leikmanninum, sem í Kbl. III, 12. ritaði um prjedikunaraðferð presta. Oss prestunum gæti Fjallk. gjört þarft verk með því stöðugt að vera á vað- bergi að minna oss á, að »svara alþýðumönnum hógvær- legaog sanngjarnlega«, en sjálfrisjer vinnur hún óþarfaverk roeð jafn-ástæðulausri grein, sem þessi er, því aðhún áþað á hættu, að henni fari sem drengnum í dæmisögunni, sem enginn vildi sinna, þegar hann loksins hafði ástæðu til að hrópa. »Sjera V. B. tekur sjer þegar í upphafl greinarinn- ar ömmusætið«, segir Fjallk.höf., hann vill »reyna að sneipa leikmanninn frá því að koma aptur út á þessa galeiðu«. Þó að lesendur Kbl. hafi í höndum grein sjera V. B. leyfi jeg mjer að tilgreina inngangsorð hans, sem alveg eru töluð út úr mínum huga, og jeg hefi fylgt og mun fylgja í ritstjórn minni á Kbl. Inngangsorð sjera V. B. svara nákvæmlega til upphafsins á grein leikm. um prjedikunaraðferð presta og hljóða svo: _ »í>að er öðru nær en það sje nokkuð á móti því, að leikmenn láti viö og við til sín heyra um kirkuleg mál. Slíkt er jafnvel gleðilegur vottur þess, að þesskonar málefnum er veitt meiri at- l'yglij en menn annars kynnu að ætla. Svo má og búast við, ab hvert mál skýrist betur við það, ef það er skoðað frá fleirum en einni blib. Þab er því vel til fallib, ab málsmetandi leikmabur einn hefir nýlega í Kbl. minnzt á prjedikunaraðferð presta og ritað grein um hana«. Þetta eru vopn hins prestlega þótta, sem borin eru á leikm., og ekki máttu ganga óátöluð. En Fjallk.höf. verður enn stórorðari um niðurlagið á grein sjera V. B. feíðasta málsgreinin hjá sjera V. B. er of löng til þess að prentast hjer, en jeg vil biðja lesendurna að kynna sjer hana að nýju, orðin eru svo sönn og fögur. Um leið og sjera V. B. kannast við, að margt sje gott í grein leikm.,|finnst honum eigi til um orðin: »Vjer þurf- um eigi svo mjög að sökkva oss niður 1 fornöldina, eða fálma fyrir oss í huldum heima til aðfínna dýrð Guðs«.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.