Kirkjublaðið - 01.04.1893, Blaðsíða 14

Kirkjublaðið - 01.04.1893, Blaðsíða 14
78 Af þeim Halldórssonum urðu 4 prestar. Sjera Gunnlaug- ur heitinn erfði ljúfmennsku og ástsældir föður síns, og bera kunnugir honum gott orð sem presti og fjelagsmanni. Sjera Gunnlaugur Jón Olafur Halldórsson er fæddur að Glaum- bæ í Skagafirði 3. okt. 1848, stúdent 1870, kandidat 1872, vígður sama ár aðstoðarþrestur til föður síns, fjekk Skeggjastaði 1874 og Breiðabólsstað í Vesturhópi 1883. Sjera Gunnlaugur var tvíkvæntur, fyrri lcona hans, Margrjet Andrea Knudsen, andaðist 1880, seinni kona hans, Halldóra Vigfúsdóttir, frá Arnheiðarstöð- um, lifir hann. Kristin fornrit nýfundin. Grafirnar á Egyptalandi virðast enn geyma óþrotlega fjársjóði fornra bókmennta, því fyrir 6 árum fundu franskir vísindamenn hjá þorpinu Akhmim á Suður-Epyptalandi mjög svo merkilegt handrit, sem út hefir verið gefið í vetur. Múnkslíkami lá í gröfinni, og hjá líkinu lá auk pappírshandrits, sem skráð var á tölvísi, skinnbók meö 33 blöðum, rituð á grísku. A fremstu síðu skinnbókarinn- ar var krossmark með koptisku lagi og stafirnir A og 0 (sbr. Opinber.b. 22, 13). Rithöndin er frá 8.—12. öld. Mestur hluti þessarar skinnbókar hefir að geyma hina svo nefndu »Opinberunarbók Enoks«, sem telst til hinna apokrýfisku bóka Gyðinga og mikils var metin í fornkirkjunni (Júdasar brjet 7. v.). Af riti þessu var eigi til annað til en etíópísk þýðing og þykir því mikið varið 1 það, að fá frumtextann, en miklu meira þykir þó vert um hitt, sem var á skinnbókinni. Það eru brot af guð- spjalli og opinberunarbók frá 2. öld kristninnar, og full- ar líkur eru leiddar að því, að það sje hið svonefnda Ijetursguðspja11 og Opinberunarbók Pjeturs, sem getið er um hjá förnkristnum höfundum í kring um 200. Það er einkar fróðlegt að bera saman þessi apokrý- físku rit við guðspjöll vor og Opinberunarbókina, sem fornkirkjan viðurkenndi, sem postulleg rit, og,4mun það gjört hjer í blaðinu jatnskjótt og rúmið leyfir. Guðspjallsbrotið byrjar þar sem Píiatus hefir þvegið hendur sinar, og segir frá pínunni og upprisunni, en er þó endasleppt. Brotið er eigi stærra en svo, að Kbl. getur flutt það í heilu lagi.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.