Kirkjublaðið - 01.04.1893, Blaðsíða 16

Kirkjublaðið - 01.04.1893, Blaðsíða 16
80 Lektor sjera Helgi Hálfdánarson f'ór með póstskipinu síbast til Kaupmannahafnar til að leita sjer lækninga. Kosinn er í Hálsprestakalli kand. Einar Pdlsson. Utbreiðsla Kirkjublaðsins er svipuð og þó öllu meiri en hún var í miðjum april i fyrra (Kbl. II. 6,). Kaupendum helireink- umfjölgaðí Ameríku. Uteru send sem stendur 1,900, í vissu og óvissu og að meðtöldum skiptihlöðum. Útbreiðsla blaðsins kemur mjög misjafnt niður. Auk prestakallanna, sem getið er í fyrra, mætti nefna hið fátæka og fámenna Kvíabekkjarprestakall, þar heflr sjera Emil G. Guðmundsson komið Kbl. inn á flest heimilin. Fjölda mörgum blöðum útsendum en óseldum frá f. á. hefir verið útbýtt til sýnis, og er þess sjaldnast getið. Allur kostnaður við blaðið f. á., að meðtaldri uppprentun 1. árg., nam fullum 2,200 kr, af því eru innkomnar rúmar 1,500 kr. í þessum kostnaði er eigi talin prófarkalestur, nje nein önnur vinna útgefanda. Dagsbrún. Sjera Magnús J. Skaptason á Gimli í Nýja Is- landi, hefir sent Kbl. 1. nr. kirkjulegs mánaðarrits, sem hann nefn- ir »Dagsbrún«. Blaðið á að lýsa stefnu hans í trúarmálum, sem eptir lýsingu blaðanna vestra mun vera næsttrú Únitara, og það trúarfje- lag mun hafa styrkt sjera Magnús til að stofna blaðið. Aðalútsölu hjer á landi heflr Sigfús Eymundsson og kostar árg. 3 kr. Stórgjaflr til kirkna. Blöðin geta þess um nýlátinn kaup- mann L. Popp á Sauðárkrók, að hann hafl gefið 200 kr. til kirkju- hyggingar þar. Það er verðugt að minnast þessarar sæmdargjafar, og um leið má geta annarar slíkrar hjer á Suðurlandi, þar sem Árni Þorvaldsson bóndi á Innra Hólmi gaf 300 kr., auk lóðarinnar, til sinnar nýreistu kirkju. Ný kristileg smárit, 1. nr. fylgja þessu tölubl. Biflíur og nýjatestamenti eru til sölu hjá biskupi eins og að undanförnu og með sama verði og áður. Sameiningin, mánaðarrit hins ev. lút. kirkjufjel. ísl. í V.-h., 12 arkir, 8. árg. Ritstj. sr. Jón Bjarnason í Winnipeg. Verð hjer 2 kr. Hjá bóks. Sig. Kristjánssyni í Rvík o. fl. víðsv. um land. Sæbjörg, mánaðarblað með myndum, 1. árg. Kitstj. sr. O. V. Gíslason. Send bjargráðan., hjer 1 kr. 50 a., erl. 2 kr. Afgr.st. Isaf. Kirkjublaðið 3. árg., 15 arkir, auk Smáritanna, 1 kr. 50 aura, borgist fyrir 15. júlí. í Vh. 60 cents. 1. og 2. árg. fást hjá útsölumönnum og útg. Inn á hvert einasta heimili. BITSTJÓBI: ÞÓRHALLUR BJABNABSON. Prentað i ísafoldar prentsmiðju. Beykjavík. 1898.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.