Kirkjublaðið - 01.05.1893, Síða 1

Kirkjublaðið - 01.05.1893, Síða 1
mánaðarrit handa íslenzkri alþýðu. RVÍK, MAÍ 1893. Kirkjublaðið. m. Kristniboðsmálið var allmikið á dagskrá Kbl. síðastl. ár, og það er sem stendur geymt en ekki gleymt. Háð og hrakspár geta ekki eytt því máli, annað er örðugra viðfangs og það er áhugaleysi sjálfra forvígismanna krist- indómsins á landi voru. Sannleikurinn er nefnilega sá, að ^llur þorri íslenzkra presta er enn þá mjög lítið sinnandi kristniboðsframlögum. Hjeraðsfundagjörðirnar, sumarhverj- ar, bera það með sjer, og enn órækari vott þess liefi jeg i ýinsum brjefum. Mjer hefir aldrei komið til hugar að hver og einn prestur hjer á landi gangist fyrir samskot- til kristniboðs, og því síður að nokkurt stórfje gefizt ájeðan, en hitt vona jeg enn, að nokkur hluti hinnar is- ienzku prestastjettar iinnni sig knúðan til þessarar tegund- ar kristilegrar starfsemi og eitthvað svolítið gefist hjeðan á ári hverju, sem eptir fátækt og fámenni landsins geti heitið sæmilegur skerfur, og sæmilegan skerf tel jeg eigi í þúsundum króna, heldur í hundruðum. Jeg get vitnað til greina minna um þetta efni í Kbl. II, 3. og 9. Hver kristin þjóð hefir kristniboðsskyldu, einhverjir verða að hysa af hólmi hina íslenzku þjóð í þessu máli, fáir og smáir nú um sinn, skyldan verður að viðurkennast. Andmælin gegn kristniboðshluttökunni, hin helztu og merkustu, voru þessi: Hjer heima er of mikið ógjört til þess að miegi eyða kröptum í útálfum heims.

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.