Kirkjublaðið - 01.05.1893, Blaðsíða 16

Kirkjublaðið - 01.05.1893, Blaðsíða 16
höfðu ratað í eymd sína af völdum drykkjuskaparínsjhjá foreldrum eða aðstandendum. Dr. Barnardo er á sextugsaldri, og er enn maður í fullu fjöri. Starfsem hans er sannarlega makleg þess, að allir kristnir menn þekki hana og blessi. Morgunblærinn. Sbr. I. Kgb. 19, 12. Sof þú eigi maímorgun, maður, ris af dvala-blund! Arvekninnar bezta borgun býðst á slíkri unaðsstund. Móðan dimm, er lá of löndin, líða tekur nú á burt, burtu þokast þokuböndin, þornar dögg at ungri jurt. Öldur stillt við ströndu niða, stráin bærast, vaggar grein, vöknuð blómin anga’ og iða, allt er líf og gleði hrein. Yfir jörðu ljúfur liður líf'sins andi — gæt að því —: vordags-morgunblærinn blíður; blænurn þeim er Drottinn í. B. B. -----ssa--------- .Jubilprestur. Daníel piófastur Halldórsson á Hólmum varb júbilprestur síðastliöinn páskadag, og er enginn annar júbilprestur ’þjónandi á landi hjer sem stendur, en hann heíir sem kunnugt er fengið lausn frá næstu fardögum. Sunnanfari flytur í síðasta apr. nr. mynd hans og æflsögu. Brauð veitt: Arnarbæli sjera Olafi Olafssyni í Guttormshaga og Háls kand. Einari Pálssyni, 7. apríl. Prestvígður 30. apr. kand. Kjartan Kjartansson til Staðar í Grunnavík. Bindindi presta: Þessir hafa bætzt við undir bindindisyfir- lýsing presta (Kbi. II, 12): Sjera Einar Thorlacius á Skarði á Landi og sjera Jón Jónsson á Hoíi á Skagaströnd. Sameiningin, mánaðarrit hins ev. lút. kirkjufjel. Isl. í V.-h., 12 arkir, 8. árg. Bitstj. sr. Jón Bjarnason í Winnipeg. Verð hjer 2 kr. Hjá bóks. Sig. Kristjánssyni í Bvík o. fl. víðsv. um land. Sæbjörg, mánaðarblað með myndum, 1. árg. Bitstj. sr. O. Y. Gíslason. Send bjargráðan., hjer 1 kr. 50 a., erl. 2 kr. Afgr.st. Isaf. Kirkjublaðið, — borg. 15. júlí. — Inn á livert heimili. lUTS'l’JÓET: ÞÓRHALLUR BJARNARSON. Prentað i ísafoldar prentsmiðju. Reykjavik. 1893.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.