Kirkjublaðið - 01.06.1893, Blaðsíða 5

Kirkjublaðið - 01.06.1893, Blaðsíða 5
101 þegar lesið er upp aí blöðum. Upplesturinn er verk tungunnar, en eigi hjartans. Upplesnu orðin koma frá pappírnum en eigi beina leið frá hjarta prestsins. Þau eiga þess vegna erfltt með að flnna beina leið að hjört- um tilheyrandanna. Upplesturinn hefir ávallt eitthvað svæfandi við sig. Hann svæflr prestinn, af þvi að hjart- að getur eigi tekið nægan þátt í honum. Hann svæfir tilheyrendurna, af því að allur slíkur framburður er í eðli sínu mjög áhrifalítill. Lesandinn getur um ekkert annað hugsað en blöðin sín, meðan hann les upp ræðuna. Hann getur alls eigi neytt hinna margbreyttu likamlegu og andlegu hjálparmeðala, sem veita munnlegum ræðum fegurð, krapt og áhrif. Hann stendur hálfboginn yflr blöðunum sínum, svo staða (posture) likamans og lima- burður (gesture) er allt annað en fagur á að líta. Hann heflr augun föst við blöðin sín, svo hann getur eigi styrkt orð tungu sinnar með máli augnanna. Og allir orðflytj- endur ættu þó að vita, hve mjög mál augnanna og tillit ræðumannsins eykur og styrkir áhrif ræðunnar. Hugsun lesandans er öll bundin við blöðin, svo hann getur eigi hagnýtt sjer breytingar og hljómblæ raddarinnar, eptir því sem efnið heimtar. Blöðin eru múr milli lesandans og tilheyrendanna, svo hinn segulmagnaði ræðukraptur (magnetism) hans getur eigi haft áhrif á þá. Lesandinn líkist því opt meir dauðri lestrarvjel en lifandi manni, er talar af »gnægð hjartans«. Honum er sjálfum mjög hætt við að sofna og svæfa svo tilheyrendur sína. Sjera V. B. kemur fram með gamla viðbáru, sem andmælendur mínir hafa sífellt borið fram frá því fyrsta, að mál þetta var hafið. Og viðbáran er þessi: Auðvit- að er munnleg ræða áhrifameiri en upplestur, en íslenzk- ir prestar eru eigi færir um að prjedika blaðalaust. Þessa viðbáru hefi jeg marghrakið. Islenzkir prestar eru jafn- færir til að prjedika blaðalaust eins og prestar annara þjóða. Þingmennirnir á Islandi flytja ræður sínar blaða- laust i þinginu, þótt flestum þeirra hafl ekkert verið kennt i ræðugjörð eða ræðuhaldi. Ættu þá ekki prestarnir að geta flutt ræður sínar blaðalaust í kirkjunni? Þeim heflr verið kenndur framburður á prestaskólanum, og þeir hafa

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.