Kirkjublaðið - 01.06.1893, Blaðsíða 6

Kirkjublaðið - 01.06.1893, Blaðsíða 6
meiri æflng i ræðuhaldi en nokkur önnur stjett á land- inu. Sjera V. B. heldur, að það yrði ekki »mikil ,reforma- tion' i íslenzku kirkjunni, þótt prestarnir færu að prje- dika blaðalaust*. En þar er jeg á alveg gagnstæðri skoð- un. Og í.því efnivitna jeg til sögunnar og reynslu sam- tíðarinnar, að því er ræðuhald snertir um allan hinn mennt- aða heim. Sálmasöngur Islands heflr óefað mikið batnað við nýju lögin og nýju sálmabókina. — Og ágæti hennar er, eins og allir vita, engum manni jafnmikið að þakka og sjera V. B. — En prjedikunin á Islandi mundi taka jafnmiklum stakkaskiptum til batnaðar, ef prestarnir tækju upp þá framburðaraðferð að prjedika blaðalaust. Þá mundu kirkjurnar á Islandi verða margfalt betur sóttar, en þær nú eru. I þeim mundu menn eigi framar sofna og sofa, heldur vakna og vaka. En því meiri sem kirkju- ræknin er, því betur styrkist og eflist trúar- og kirkju- líflð í söfnuðunum og allri kirkjunni. Þetta er engin »barnaleg hugsun«, heldur söguleg sannindi, margsönnuð af reynslu kristinna þjóða. Elska og Dauöi. Eptir Tennyson. Þá máninn bjartur hófst á himinn bláan, — um Edens foldar angansælan reit gekk Elskan ljúf og bjarteyg víða leit; og sem hjá ilmtrje sjer hún vatt á vangi var þar hjá tax-trje1 Dauðinn einn á gangi og þuldi sjer'. — Þar fyrsta sinn hún sá hann. »Far burt«, kvað Dauði, »foldin þessi er mín«. Til flugs sjer Elskan geislavængjuð brá og grjet og sagði: »Þessi stund er þín, þú lífs ert skuggi. Tignhátt trjeð sem má á teiginn skyggja, er sólin skín sem heiðast, svo gnæfir lif við ljósið eilífð frá og lætur dauðans skugga frá sjer breiðast. 1) Taxtrjeð, taxus, er trje dauðans, gróðursett á gröfum,

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.