Kirkjublaðið - 01.06.1893, Blaðsíða 8

Kirkjublaðið - 01.06.1893, Blaðsíða 8
104 gáleysi, hlæjandi og innan um blótsyrði, búizt við að Guð bænheyri þá, er þeim liggur á? Það er vitaskuld, að þetta er ekki beinlínis af illum huga sprottið, en það er mjög ljótur vani, ósiður, sem menn þurfa að venja sig af, en venja sig aptur á móti á, að ákalla Jesúm i alvöru og af heitri löngun hjartans og biðja Guð í einrúmi. Á þann hátt biðjum vjer Guð aldrei of opt, ef hugur fylgir máli og bænin kemur frá trúuðuHijarta. S. B. ----386---- Gleymið ekki prestsekknasjóðnum. Síðan athygli var vakin á honum á ný í síðustu tið Pjeturs sál. biskups, hefir honum að vísu verið gefinn miklu meiri gaumur, en þar á undan. En þó eru þeir vissulega undarlega margir meðal prestanna, sem ekki gefa sjóðnum eina krónu á ári. Það eru heil prófasts- dæmi, sem ár eptir ár gefa ekki svo mikið sem 1 kr. Það getur þó eigi verið efamál, að það er rjett af prest- unum, að láta árlega lítið eitt í sjóðinn. Jeg leyfi mjer að telja slíkt meðal góðra verka, þar eð bágstaddar ekkjur verða studdar og gladdar með því i ókomna tímanum. Er það eigi kærleiksverk, að hjálpa nauðstöddum ekkjum? Geta ekki margar hendur unnið Ijett verk í því efni —, hendur allra prestanna og hendur margra annara, sem hafa mannelskufullt hjartalag, einkum þeirra, sem eiga vini og vandamenn, sem fá árlegan styrk af sjóðnum ? Hví rjetta þeir ekki fram miskunnsama hönd allir saman hver með öðrum, hver með sinn pening? Vantar pen- inginn, eða vantar viljann eða kærleikann? Eða vantar ekki suma af bræðrunum að eins af tómri gleymsku? Þar getur vissulega komið fram »aukin starfsemi«, sem þjer, herra ritstjóri! svo heppilega minntuð oss á um daginn. En þótt margir virðist að gleyma sjóðnum og viðgangi hans, þá er vonandi, að hann gleymi ekki ekkjum þeirra hinna sömu, þegar þar að keinur, að þær ganga hinn erfiða gang prestsekknanna gegnum lífið.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.