Kirkjublaðið - 01.06.1893, Blaðsíða 9

Kirkjublaðið - 01.06.1893, Blaðsíða 9
105 Jeg hefl opt spurt raig: Hvers vegna eru ekki allir með, er nánast eiga hlut að raáli? Jeg flnn aldrei full- nægjandi svar. Vili enginn gefa mjer það. H. -----4'---- Hvað er Guðs andi ? Eptir Esajas Tegnér. Hvernig vinnur hann verk sitt í náttúrunni og í manninum? Ef vjer leggjum þessa spurning fyrir sJcyn- semina, þá svarar hún oss, að eigi sje hægt að hugsa sjer nokkurn anda, er sje aðgjörðalaus, heldur hljóti hver andi að vera sístarfandi. Guðs andi hlýtur því að vera kraptur Guðs, það er: Guð sjálfur, hvar heizt sem hann verkar á heiminn eða mannkynið. Heiðnu spekingarnir segja oss fyrir þúsundum ára siðan, að Guðs andi kveiki ljós sólarinnar, láti blómin spretta og æsi storma hafsins. Þeir segja hann sje hvarvetna, hann sje sál náttúrunn- ar, hann sje kjarni lítsins, enginn hlutur geti lifað án hans; ef hann væri eigi til, þá myndu stjörnurnar hrapa af brautum sínum, þá yrði vorgrænkan gul eins og visn- að lauf, þá yrði allt hið skapaða sem andvana likami í hinu auða, tóma djúpi. Þeir segja, að sál mannsins sje eigi annað en neisti af anda Guðs, dropi af hinni sístreym- andi, eilifu lindinni, hennar uppruni sje á himni og þang- að fari hún aptur. Þetta eru nú svör skynseminnar, mannlegrar skyn- semi. Ef vjer berum þau nú saman við það, sem Guðs opinberaða orð fræðir oss á, þá kemur það fram hjer eins og annarstaðar, að skynsemin og Guðs orð eru sam- hljóða i aðalatriðunum; Guðs orð staðfestir rannsóknir skynseminnar. Munurinn er sá eini, að Guðs orð skýrir þetta allt betur og áreiðanlegar. Það tekur af öll tví- mælin. I fyrsta kapítula 1. Móses-bókar segir, að Guðs andi hafi svifið yfir vötnunum; þá aðgreindist ljós og myrkur, himinn og jörð. Guðs andi hefir skapað allan heimsins her, segir Davið ; Guðs andi hefir gefið mjer lif, segir Job.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.