Kirkjublaðið - 01.06.1893, Blaðsíða 13

Kirkjublaðið - 01.06.1893, Blaðsíða 13
þeírri heimsálfunni, sem blaðið kemur út, og hvort þeirra um sig verður aðalega að snúast við sínum sjerstöku málum. Er nú eigi vegur til þess, að þriðja kirkjulega mál- gagnið, ársritið »Aldamót« verði sameiginlegt málgagn vort beggja vestan og austan hafs? Það rit ræðir kristin- dómsmálið almennt og 1 ítarlegri ritgjörðum, en rúmið leyfir í litlum mánaðarblöðum. Hjer heima mundi eigi bresta hluttöku og bróðurlega samvirinu. Oskandi væri, að ritstjóri »Aldamóta« og samútgef- endur hans tækju þetta til yfirvegunar. •--------------- ■}• Sjera Magnús Bergsson. Elzti prestur iands- ins, sjera Magnús Bergsson, síðast prestur að Eydölum, andaðist 1. maí, 931/* árs gamall. Hann fæddist í sömu vikunni, sem Napóleon mikli varð ræðismaður, og var orðinn stúdent, áður en Englendingar komust upp á að nota gufuvagnana. Sjera Magnús heitinn var fjörmaður og einkar vel gefinn til sálar og líkama. Prestsverk öll fóru honum mæta vel úr hendi og var hann talinn sómi sinnar stjettar. Pi’estsembætti gegndi hann í 55 ár og hafði þó áður verið aðstoðarprestur í 6 ár. Sæmdur var hann riddarakrossi 1885, það ár var liann júbilprestur, er talið er frá veitingu. Elzti prestvígður maður á landi hjer, að sjera Magnúsi látnum, er sjera Þórarinn Erlendsson írá Hofi í Álptafirði, þrem mánuðum yngri en sjera Magnús og um leið hinn eini, sem fæddur er á öldinni sem leið. Sjera Magnús Bergsson prests Magnússonar, síðast að Hoíi í Álptafirði, er f. 16. nóv. 1799, telur hann íoðurætt í beinan karl- legg til Lopts ríka, en móðir hans Guðrún var dóttir Jóns sýsfu- manns Heigasonar á Hoffelli, sem mikill ættbálkur er kominn af. Sjera Magnús varð stúdent 18‘24, vigður aðstoðarpi estur til sjera Sveins Pjeturssonar í Berufirði 1829, fjekk Stöðvarprestakall 1835, Kirkjubæ í Tungu 1852 og Eydali 18G8. Hann ijekk lausr. frá prestskap í fardögum 1890. Fyrri kona hans var Vilborg Eiríksdóttir Benidiktssonar að Hoffelli, hún andaðist 18G2. Þeirra son er Ei- ríkur meistari í Cambridge. Seinni kona hans, Ragnheiður Jóns- dóttir, systir sjera Jóns heitins Austmanns, lifli hann.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.