Kirkjublaðið - 01.06.1893, Blaðsíða 14

Kirkjublaðið - 01.06.1893, Blaðsíða 14
llö Sent til auglýsingar og umtals. 1. Hjdlpaðu þjer sjdlfur. Bendingar til ungra manna, skýrð- ar með sönnum dæmum og rökstuddar með æfisögubrotum ágætra ir anna, eptir Samuel Smiles, íslenzkað og að nokkru aukið af sjera Olafi Olafssyni í Arnarbæli. Rit þetta kennir dáð og drengskap og befir um víðan heim fengið maklegt iof og vinsældir og eins mun verða hjer. Þó að rit þetta sje ekki kirkjulegs efnis, vill Kbl. minnast þess og mæla sem bezt með því. Utgefandi ritsins er bóksali Sigurður Kristjánsson í Ileykjavik, verð 1 kr. 25 a. Smdsögur Pjeturs biskups, 4. h., útg. bóks. Sigurður Krist- jánsson, verð 50 a. líbrd, Arsrit fyrir yngri börn og eldri, 2. árg., 1893. Torf- hildur Þorsleinsdóttir Holm hefir sainið og þýtt, verð 55 a. (fyrir áskrifendur 50 a.). I Tíbrá er meðal annars irtdráttur úrræðueptir Spurgeon og þýðing á hinum nafnfræga sálmi Páls Gerhards, »Á hendur fel þú honum«. sem er í nýju sálmabókinni (nr. 59), stytt- ur um iuilan helming og með þeim frágangi, sem þýðarinn kann- aðist við. Blaðið gat í fyrra tii góðs bæði smásögusafnsins og Tíbrár (Kbl. II, 7. og 10.). Um villur og afiaganir eptir uppgjafaprest sjera Pr. Eggerz, Rvik 1891. Höf. þykja surnar hinar elztu »tilskikkanir<i kirkjunnar aflagaðar, t. d. að kvenna er minnzt af stól í stað hinnar gömlu innleiðslu o. s. frv. Pjesinn er merkilegastur við það, að uíræður öidungur skuii vera svo ern að eiga við ritsmíði. Isaf., 25 a. Loks hefir ritstj. verið send nýútkomin bók, sem vitanlega liggur alls eigi undir umtal blaðsins, en Kbl. mun jafnan veita viðurkenningu íyrir móttökunni og þakka vinsemd og kurteisi, með því að geta nafns slíkra bóka. Bókin er: Ljóðmœli Jóns Olafssonar, önnur útgáfa, aukin, með mynd höf., "Winnipeg 1892. Bókin er eigi enn þá komin í bóksöluna hjer í Reykjavík. ------------- Unglingafjelag nokkurs konar hefir sjera Stefán M. Jónsson á Auðkúlu stofnað i sínu prestakalli í fyrra vor. Eermingarbörnin undirskrifuðu það heit, sjálfan fermingardaginn eptir messu, að viðstöddum söfnuði og fermingarföður, að hafna nautn áfengis og tóbaks æfilangt. Með þessu er lagður grundvöllur til framtiðarfje- lagsskapar er heita skal »Áfengis og tóbaks-afneitun fermingar- barna í Auðkúlu prestakalli«, og þess vænzt að flest f'ermingarbörn eptir hvötum prests, vinni slíkt heit framvegis. Heitbókin varð- veitist við prestakallið, en hvert barn fær eptirrit af henni með nöfnum hinna annara heitfjelaga. »Þegar fæst 10 ungmenni hafa gjörzt slíkir fjólagsmenn og

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.