Kirkjublaðið - 01.07.1893, Blaðsíða 2

Kirkjublaðið - 01.07.1893, Blaðsíða 2
il4 Um helgidagahald. Þetta mál er nú komið á dagskrá, og virðist því eígí ástæðulaust að fara um það nokkrum orðum. Það eru einkum tvö atriði, sem hjer koma til greina. Annað er um það að afnema nokkra helgidaga, en hitt er um að stytta helgina á helgum dögum, og fieira, sem lýtur að helgihaldi. Þeir, sem fara fram á það, að afnema nokkra heigi- daga, bera það einkum fyrir, að þessi fátæka þjóð megi ekki við því í efnalegu tilliti að missa slíka daga frá því að sjá fyrir lifsnauðsynjum sínum, einkum á vissum tim- um árs. Það geta verið skiptar skoðanir um það, hvað þjóðin þolir; en varla mundi það þó muna allmiklu í til- liti til efnahags hennar, hvort nokkrum helgidögum er fækkað eða ekki, ef helgihaldinu er skipað skynsamlega að öðru leyti. Það er naumast helgidagafjöldinn, sem veldur fátækt landsmanna, heldur miklu fremur margt annað. Bæði er það, að mörg nauðsynjavinna er leyfð á heigum dögum, og í annan stað mundi allt geta bjarg- azt fyrir helgidögunum, ef að vel er að verið hina virku daga, sem nú eru. Góðir húsbæudur og aðrir vinnuveit- endur munu og fúslega unna góðum verkamönnum sín- um þeirrar hvíldar, er hægt er að hafa á helgum dögum, og alls ekki telja það eptir. Svo er á fleira að lita en líkamans nauðsynjar eínar, því að »maðurinn lifir ekki á einu saman brauði«. Ef helgidögunum er varið samkvæmt tilgangi þeirra, þá verður varla sagt, að þeir sjeu of margir. Út af því bregður nú reyndar optlega, að þeim sje varið eins og til er ætlazt; en svo er með margt fieira, sem vanbrúkað er, og verður ekki sjeð við því til hlítar. Þeir dagar, sem einkanlega hefir verið farið fram á að afnema sem helga daga, eru: skírdagur, hinn almenni bænadagur, uppstigningardagur og annar í páskum og hvítasunnu. Að þvi er snertir skírdag og uppstigningar- dag, þá eru þeir dagar haldnir til minningar um svo há- leita atburði, að það mundi særa trúartilfinningar margra manna, ef þeir væru gjörðir að virkum dögum, enda þótt l

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.