Kirkjublaðið - 01.07.1893, Blaðsíða 3

Kirkjublaðið - 01.07.1893, Blaðsíða 3
Il5 ttiinníngarefnisins eíns megi minnast sjerstaklega á öðruln dögum. Þó að þeir dagar sjeu ekki helgir haldnirísum- uni öðrum kirkjufjelögum, þá varðar oss ekki um það. Fremur virðist mega missa annan dag hátíðanna sem helgan dag, þar sem hátíðarefnisins hefir verið minnzt fyrri daginn. En þó er sitthvað á móti því. Það er bæði það, að það gjörir hátíðina hátíðlegri að hafa tvíheilagt, og þó einkum það, að við það mundi hátíðamessum fækka; en þær vilja fiestir söfnuðir liafa hjá sjer, að því leyti sem kostur er á. Ef hver prestur hefði að eins eina kirkju, þá væri nokkuð öðru máli að gegna að þessu leyti, því að óvíða verður því við komið, að prestur messi á tveim- ur kirkjum sama daginn. Bænadaginn eða kongsbæna- daginn, sem almennt er nefndur, er mönnum sjálfsagt minna sárt um, þar sem hann er ekki haldinn helgur í minningu neins sjerstaks atburðar, og hin mikla helgi, sem honum er ætluð, virðist aldrei hafa komizt fullkom- lega inn í meðvitund safnaðanna, Öllum er það reyndar orðið full-ljóst nú á dögum, að dagurinn er ekki til þess ætlaður, að »biðja fyrir konginum«, eins og fávíst fólk gjörði sjer í hugarlund fyr á tímum, heldur að þessi dag- ur er til þess ætlaður, að vera almennur iðrunar- og bæna- dagur. En til þess virðist ekki þurfa sjerstakan dag milli sunnudaga. Fullt eins vel sýnist fara á því, að þessa efnis sje minnzt sjerstaklega síðasta sunnudag kirkjuárs- ins. Um það, að stytta helgi hvers sunnudags, þannig að að eins miðparturinn úr deginum sje helgur haldinn, kom, eins og kunnugt er, frumvarp frá stjórninni til síðasta al- þingis. Það varð þó eigi að lögum á því þingi. En með því að stjórninni og ýmsum öðrum virðist hafa verið það talsvert áhugamál, þá má búast við, að það verði tekið upp aptur á alþingi. Mjer er ekki vel kunnugt um, hvað eiginlega hefir vakað fyrir stjórninni og þeim, er helzt hjeldu því fram, því að ástæður stjórnarinnar fyrir frum- varpinu og ræður meðhaldsmanna þess bera það ekki nægilega ljóslega með sjer. En það virðist að minnsta kosti að nokkru leyti hafa verið það, að torvelt er fyrir lögreglustjórnina að framfylgja helgidagalöggjöfinni, sem

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.