Kirkjublaðið - 01.07.1893, Síða 5

Kirkjublaðið - 01.07.1893, Síða 5
117 helgidögum eða stytta helgina, og allar viðbárur í þá átt yrðu þá þýðingarlausar. Það er því ósk mín og ýmsra wálsmetandi manna, sem jeg hefi átt tal við um þetta mál, að helgidagarnir fengju að halda sjer eins og þeir hafa verið á þessari öld, ef til vill að bænadeginum undan- teknum, og að hver helgur dagur sje helgur haldinn frá morgni til kvölds, en að töluvert sje rýmkvað til með nauðsynjavinnu og nauðsynjaskemmtanir á helgum dög- nm. En þar sem þetta mál er mál, sem snertir eigi að eins þjóðina sem þjóð, heldur einnig kristna söfnuði, þá virðist vera rjettast að bera það undir atkvæði allra hjer- aðsfunda á landinu áður en því er ráðið til lykta. Hitt væri gjörræði eða að minnsta kosti mjög ófrjálslegt að gjöra nokkra stórvægilega breytingu á slíkri löggjöf, sem helgidagalöggjöfinni, án þess að leita álits safnaðanna beinlínis eða óbeinlínis. Yjer lifum ekki á einveldistím- um. v. B. Sköpunarsagan í ritningunni og vísindin. Stundum segja vísindalega menntaðir menn, að sköp- unarsaga heilagrar ritningar komi ekki heim og saman við ályktanir nýrra náttúrurannsókna; en hjer skal með fáeinum bendingum reynt að sýna, að einmitt aðdáanlegt samræmi er milli sköpunarsögu ritningarinnar og náttúru- vísindanna. Samkvæmt hinni almennt viðteknu setningu, að sól- kerfi vort sje^myndað af veltandi þokukúf, þannig að yztu reikistjörnurnar sjeu hinar elztu, og sólin hinn síðast uijmdaði og yngsti hnöttur í sólkerfinu, hlýtur tungl vort aó vera eldra en jörðin, en Venus, Merkúr og sólin yngri en hún. Fyrsti dagur: Yfirborð jarðhnattarins var kólnað allt °fan fyrir suðumark vatnsins. Nokkur hluti af vatns- gufum gufuhvolfsins höfðu þjetzt og orðið að vatni, og tungiið; sem var eldra og miklu minna, var fvrir löngu orðinn kaldur og dimmur líkami— 1. Móseb. 1. 2: »Og Jörðin var í eyði og tóm, og myrkur yfir djúpinu«. — Aptur var reikistjarnan Venus mynduð sem sjálfstæður hnöttur,

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.