Kirkjublaðið - 01.07.1893, Blaðsíða 7

Kirkjublaðið - 01.07.1893, Blaðsíða 7
119 hið minna ljósið til að raða nóttunni, þar að auki stjörn- urnar o. s. frv.«. — Fimmti dagur: Enn þá gátu að eins kóraldýr haft bústað á yfirborði jarðarinnar, nokkur stór dýr og fisk- tegundir, skeldýr, skríðandi og fljúgandi nöðrur voru og skapaðar— v. 20.—22.: »Vötnin úi og grúi af lifandi skepnum, og fuglar(?) fljúgi yfir jörðina undir himinsins festinguo. s. frv.«.— I hinum hebreska texta stendur: »fljúgandi skepnur« ekki: »fuglar«. Sjötti dagur: Smátt og smátt festist og þornaði yflr- borð jarðarinnar. Úr vatninu, er fyr var gruggugt, hafði skolast kalk og leir, og það var orðið hreint. Hinn blóra- legi jurtagróður hafði dregið til sín megnið af kolsýru gufuhvolfsins, og loptið var orðið hæft andrúmslopt fyrir æðri' skepnur útbúnar líffærum. Hinar upprunalegu plöntu- og dýramyndir þróuðust samkvæmt hinum breyttu lífs- skilyrðum. Skapaðar voru nýjar skordýrategundir, fuglar, spendýr og síðast maðurinn — v. 24.—31.: »Jörðin fram- leiði lifandi skepnur eptir þeirra eðli, fjenað, skriðkvik- indi o. s. frv. Og Gruð sagði: vjer viljum gjöra manninn eptir mynd og líkingu vorri o. s. frv.«.—¦ Hjer er ekki einn einasti liður, er eigi sje í hinu ná- kvæmasta samræmi við náttúruvísindin. Að eins má eigi skilja orðið »dagur<n bókstaflega, en það þýðir mjög langt tímabil, sem er samkvæmt orðum ritningarinnar: »Þús- und ár eru hjá Drottni sem einn dagur«. Þýtt hefir úr »Fra Bethesda« V, 16. St. M. J. -S8S- „Upplestur" eða „tala". I grein sjera Hafsteins Pjeturssonar í Kbl. III, 7 með þessari yfirskript er sumt, sem mjer finnst að jeg þurfi að gjöra athugasemdir við. Ekkert af grein minni um prjedikunaraðferð presta * Kbl. III, 1. er ritað gegn ritgjörð sjera Hafsteins um sama mál í Aldamótum 1891, þó að svo hittist á, að skoð- frair okkar í þessu atriði sjeu nokkuð sín á hvern veg. Það var því engin von til þess, að jeg reyndi að hrekja

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.