Kirkjublaðið - 01.07.1893, Blaðsíða 8

Kirkjublaðið - 01.07.1893, Blaðsíða 8
120 með rökum skoðun hans, sem lýsir sjer í þeírri ritgjörð; og það ætla jeg mjer ekki heldur að gjöra í þetta sinn. Það er ekki nákvæmt hjá hinum heiðraða höfundi, þar sem hann segir skilyrðislaust, að jeg vilji að prestar haldi áfram að prjedika af blöðum. Jeg vil það þvi að eins að það fari betur; en búast má við, að flestum ís- lenzkum prestum, sem nú eru uppi, láti það betur, af því að þeir hafa fæstir vanizt á annað. Það mundi naurhast gefast vel að fara að neyða presta til að taka upp nýja prjedikunaraðferð. Að minnsta kosti treysti jeg mjer ekki til þess. En hinu hefi jeg alls ekki á móti, að stúdentar á prestaskólanum yrðu æfðir í því að prjedika blaðalaust jafnframt því að semja prjedikanir. Jeg álít það meira að segja æskilegt, svo að hver prestur geti haft þá að- ferðina, sem bezt á við hann. Yrði sú raunin á, að blaða- lausa prjedikunin reyndist áhrifameiri, þá mundi »upplest- urinn« smátt og smátt hverfa, og flestir ungir prestar gjöra sjer far um að taka upp þá aðferðina, sem bet- ur þætti gefast. Ekki er það heldur nákvæmt, að kirkjan á íslandi sje undantekning í þessu efni; því að eins og kunnugt er tíðkast blaðaprjedikanir líka allvíða erlendis, þó að hitt muni vera almennara. Hvort kirkjur eru betur sóttar þar sem blaðalaus prje- dikun er um hönd höfð, veit jeg ekki. Hjer á landi er lítil reynsla fyrir þvi; en sú litla reynsla, sem hjer er, virðist benda á, að þetta atriði út af fyrir síg hafi alls engin áhrif á kirkjurækni. Þó að hjer sje víða miklu ábótavant með kirkjurækni, skal jeg láta það ósagt, hvort hún er hjer minni að tiltölu en í öðrum lúterskum söfn- uðum. Og það eitt er vist, að það má eptir öilum atvik- um telja það ekki að eins vítalaust, heldur jafnvel aðdá- unarvert, hvað kirkjur eru opt vel sóttar hjer á landi jafnvel í skammdegi á vetrardag, stundum um langan veg, í illviðrum og ófærð, yflr heiðar og hraun, yflr illfær vötn og sanda og aðrar íslenzkar torfærur. Og undir prjedikuninni sitja allir hljóðir, þó ekki sofandi, heldur með lifandi eptirtekt og opt jafnvel mjög »spenntir«, sem

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.