Kirkjublaðið - 01.07.1893, Blaðsíða 9

Kirkjublaðið - 01.07.1893, Blaðsíða 9
1?1 kallað er. Og þó prjedika prestarnir í þessum kirkjum af blöðum. Lýsing höfundarins á »upplestri« prestanna (bls. 101) er þannig löguð, að öllum prestum, sem lesa af blöðum, hlýtur að finna sjer stórlega misboðið; enda væru þeir alls óhæíir til að vera prestar, ef þessi lýsing væri á rökum byggð. En vjer megum ekki taka þetta illa upp, því að það er auðsjáanlega ritað í »hita«. Jeg þarf ekki að þykkjast við hinn heiðraða höfund, og það því siður, sem hann lýkur því lofsorði á sálma mína, sem er miklu meira en jeg get gjört nokkra kröfu til. En þessir sálmar hafa þó alveg sömu galla og prje- dikanirnar, sem jeg les upp af blöðum. Þeir eru fyrst hugsaðir, svo ritaðir á blöð og síðan lesnir eða framfluttir. Og þó eiga sálmarnir að vera svo góðir, en prjedikanirn- ar lítt nýtar og áhrifalitlar. Mun það ekki vera helzt til djúpt tekið í árinni hjá greinarhöfundinum, þar sem hann segir, að »allir þeir, sem mesta æflngu hafa og bezt vit á ræðuhaldi, sjeu sam- mála um það, að upplestur sje áhrifalítilprjedikunaraðferð«, og að »þetta sje sameiginlegur vitnisburður allra merkra ræðumanna« ? Jeg vil í þessu tilliti leyfa mjer að vitna til þess, sem hinn nafnfrægi dr. Farrar skrifar um þetta mál í Review of the Churches. Hann segir svo meðal annars: »Þær lang-atkvæðamestu prjedikanir, sem jeg nokkurn tíma hefi heyrt, voru skrifaðar prjedikanir. Jeg hefi t. d. heyrt dean Vaughan gjöra fjölda af áheyrendum, ervoru karlmenn, frá sjer numda með prjedikunum, sem hvert einasta orð í var lesið upp úr handriti; og enginn ein- asti þeirra mun nokkurn tíma g'leyma þeim. Jeg hefi sjeð dean Stanley gjöra stóran söfnuð í klausturkirkjunni öldungis hugfanginn af prjedikunum, sem hann hefði eigi getað talað af upp úr sjer eina einustu setningu. Vjer getum minnzt á dr. Chalmer, dean Jeremies, prófessor Blunt, canon Melvill, kardínála Newmann, biskup Wilber- force og biskup Lightfoot. Þegar vjer höfum dæmi þess- ara manna fyrir augum vorum, þá er það alveg árang- urslaust og gagnstætt öllum sögulegum sannleik, að full- yrða, að söfnuðir ekki geti orðið hrifnir, gagnteknir og jafn-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.