Kirkjublaðið - 01.07.1893, Page 10

Kirkjublaðið - 01.07.1893, Page 10
122 vel frelsaðir af skrifuðura prjedikunum. Rjett er að hver prjcdikari hafi þá aðferð, sem bezt á við hann«. V. B. --------------— Nokkur gömui viðlög andleg. Eins og kunnugt er, er til fjöldi af íslenzkum kvæð- um andlegum, sem aldrei hafa verið prentuð og liggja þau í handritum til og frá, bæði á íslandi og annars staðar. Það má jafnvel segja með sanni, að kvæði þessi sjeu óþekkt að mestu leyti, því enginn hefir, svo jeg viti, gjört sjer far um að rannsaka þau til hlítar. Mörg af kvæðum þessum eru reyndar lítils virði, en sum eru apt- ur ágæt, og standa ekkert á baki samskonar kvæðum frá þessari öld, hvorki að innihaldi nje kveðandi, og öll eru þessi gömlu andlegu kvæði merkileg að því leyti, að þau hafa haft mjög mikil áhrif á hugsunarhátt Islendinga að fornu fari. Sum þeirra hafa jafnvel verið á hvers manns munni, svo að segja, og sjest það á því, að þau eru til í afskriptum svo tugum skiptir. Viðlög eða viðkvæði eru við mörg af kvæðum þessum og er það merkilegt, að þótt kvæðin sjeu illa ort og óskáldleg í alla staði, þá finnst varla viðlag, sem ekki er fyrst og fremst nokkurn- veginn rjett orkt og svo auk þess meira eða minna kjarn- yrt og skáldlegt, þótt mikið sje reyndar að mununum. Viðlög þessi hafa hingað til verið jafn-ókunn og kvæðin os eru örfá af viðlögum þeim, sem hjer eru prentuð, prentuð áður. Þessi andlegu kvæði, sem hjer er um að ræða, eru flest frá 17. öld og nokkur frá 18. öld, og viðlögin eru líklega að öllum jafnaði frá sama tíma, en annars er engin vissa fyrir því, að viðlag við eitthvert kvæði sje eptir höfund kvæðisins og sjest það meðal annars á því, að til eru mörg kvæði frá ýmsum tímum með sama við- laginu; geta því viðlögin verið miklu eldri en kvæðin sjálf. Jeg hefl getið um handrit þau, sem jeg hefi tekið viðlögin úr, en þau (og kvæðin sem þau eru við) geta vel komið fyrir í mörgum öðrum handritum, því jeg hefi ekkert far gjört mjer um að tína til alla staði, þar sem

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.