Kirkjublaðið - 01.07.1893, Blaðsíða 11

Kirkjublaðið - 01.07.1893, Blaðsíða 11
123 þetta og þetta viðlag kemur fyrir. Viðlög þessi, sem jeg hefi tínt hjer til eru heldur ekki nema lítill hluti af við- lögum þeim andlegum sem til eru, og má vera að mörg þeirra, sem jeg hefi ekki rekið mig á, sjeu betri en þau, sem jeg hefi náð í, en sum þeirra sem hjer eru prentuð eru þó með því fegursta í íslenzkum kveðskap andlegum og sýna meðal annars, að það ‘væri að minnsta kosti vert að rannsaka til hlítar þau ógrynni sem til eru af óprent- uðum islenzkum andlegum ljóðmælum, bæði sálmum og kvæðum. ÓLAFUB DAVÍÐSSON. 1. Daga’ og nœtur dýrmætur Drottinn, að mjer snú; ylmsætur, ágætur ertu Jesú. (Hrs. Bmfj. 387. 388, 8.). 2. Kvölda tekur, kalla’ eg hátt í óði. Á daginn líbur, Drottinn minn! Hjá mjer vertu, herrann Jesús góði. (Hrs. Bmíj. 584. 657, 8.). 3. Mjer er horfin mæða, meinsemd og fár, því Guð kann að græða gjörvöll mín sár. (Hrs. Bmfj. 387, 584, 8.). 4. Þú ert Jesús minn minn í mótlæti’ og pín. Hægist mjer hvert sinn eg hugsa til þin. (Hrs. Bmfj. 132,8. 387,8.). 5. Góður ertu Guð minn mjer, gott er á þig að trúa, láttu mig Jesús í'rá löstunum snúa. (Hrs. Bmfj. 503,8.). 6. Beginn vil eg fylgja þjer, faðirinn himnum á. Haltu Guð í hönd á mjer, hólpinn verð jeg þá. (Hrs. Bmfj. 687, 8.). 7. Svo hefir Guð sín hörnin blið, blessaður, gjört ab aga, " [að] sitt fær hver um sína’ ab reyna daga. (Hrs. Bmfj. 657, 8.). 8. Tignið Drottin tið og ár, til svo liöugt falli. Daga’ og vikur Drottin prísum allir. (Hrs. Bmfj. 194, 8. 278, 8.).

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.