Kirkjublaðið - 01.07.1893, Qupperneq 13

Kirkjublaðið - 01.07.1893, Qupperneq 13
125 biskup með ráði prófasts og byggingarfróðs manns fyrir um stærð og gerð hennar og sem næst, hve miklu fje skuli verja til byggingarinnar«. I stað kirkjuskoðunar- launa, sem verið hafa, greiðist prófasti árlega 10 kr. af hverri kirkju í prófastsdæminu úr kirkjusjóði. Organista má launa með allt að 100 kr. á ári úr kirkjusjóði, þar sem 1 kirkja er í prestakalli og í sama hlutfalli þ.ir sem íieiri eru. Frumvarpið til laga um stjórn hinna andlegu mála er meiri nýjung: »Hin islenzka þjóðkirkja stjórnar sjálf andlegum mál- um sínum, að því er snertir kenningu, kirkjusiði, eflingu kristindómsins yflr höfuð og uppfræðingu ungmenna í krist- indómi, hún samþykkir og bækur þær, er að þessu lúta, en biskup landsins löggildir þær« .. .. »Yfirstjórn hinna andlegu kírkjumála heflr biskup landsins. Til ráðaneytis sjer hefir hann Mrlcjuráð; eru í því stiptamtmaður og 3 andlegrar stjettar menn, sem prestastefnan kýs til þess starfa til 6 ára«... »Þá er biskupssætið verður autt, skulu allir prófast- ar landsins, sem fá því við komið, og 1 prestur og 1 safn- aðarfulltrúi úr hverju prófastsdæmi, er til þess skulu kosnir á hjeraðsfundum, eiga samkomu í Reykjavík og kjósa þar biskup, en konungur staðfestir kosninguna« . .. »Á prestastefnu eiga sæti allir andlegrar stjettar menn landsins, þeir er í embættum eru, og 1 leikmaður úr hverju prófastsdæmi, sem til þess skal kosinn af hjeraðs- fundi næst á undan«. Mál þessi liggja fyrir synodus, sem haldin er dag, og væntanlega koma þau svo fyrir þingið, hvað sem þar tekur við. í nefndinni voru, auk stiptsyfirvaldanna, dócent Eirík- ur Briem, sjera Þorkell Bjarnason á Reynivöllum og Þór- arinn prófastur Böðvarsson í Görðum. -----------------■ Skozka fríkirkjan. hjelt i vor 50 ára afmæli sitt. Saga hennar er mjög svo fögur og eptirtektaverð. Á kirkjuþirigi hinnar skozku

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.