Kirkjublaðið - 01.07.1893, Blaðsíða 14

Kirkjublaðið - 01.07.1893, Blaðsíða 14
126 þjóðkirkju 18. maí 1843 gengu rúmiega 400 prestar og' hálfu fleiri öldungar eða safnaðarfulltrúar, með sjálfum íorseta kirkjuþingsins í broddi fylkingar, út úr fundar- salnum til annars samkomustaðar og stofpuðu fríkirkjuna. Alls urðu það 474 prestar sem sögðu af sjer embættum í þjóðkirkjunni og slepptu árstekjum, er námu 100,000 pundum, eða tæpum 2 miljónum króna. Iíelzti maður frí- kirkunnar var dr. Chalmers, sem getið hefir verið stund- um hjer í Kbl., og væri vel maklegur æfisögubrots við tækifæri. Hann varð fyrsti forseti hins nýstofnaða fje- lags, og viturlegri stjórn hans var það mest að þakka, að fríkirkjan klauf fram úr fjárhagslegum vandræðum og öðrum hættum og torfærum. Vitanlega hötðu kirkju- þingsmennirnir að bakskildi brennandi áhuga safnaðanna, fyrsta árið gáfust 3—4 miljónir króna. Kirkjur og skólar risu upp og loks ný prestssetur. Nú eru 1122 prestar í embættum hinnar skozku fríkirkju. Tekjur kirkjunnar eru nú 600,000 pund á ári og hún leggur af mörkum 100,000 pund til kristniboðs. Tilefnið til skilnaðarins var aðallega rjettur safnað- anna til að kjósa presta sína. Skozka kirkjan hafðiþann rjett skýlausan frá siðbótartímanum, en ýmsar tvíræðar lagaákvarðanir höfðu takmarkað þann rjett, og loks var reynt að traðka honum á ýmsan hátt og dómstólarnir gengu á móti safnaðarfrelsinu og eptir hið svo nefnda 10 ára stríð varð aðskilnaðurinn. Biskup vígði kirkju að Kálfatjörn 11. f. m. Húsið er vand- að og mikln musterislegra en tíðast gjörist hjá oss. Yflrsmiður var Guðmundur snikkari Jakobsson. Kirkjan er stórskuldug og munu væntanleg samskot meðal sóknarmanna, sem hafa sjálfir fjár- hald kirkjunnar, og hefir sóknarnefndarmaður Guðmundur Guð- mundsson í Landakoti hyrjað þau mjög svo höfðinglega með því að gefa 300 kr., og að auki heita því, að leika framvegis ókeyp- is á organ kirkjunnar, sem til þessa heíir verið borgað með 50 kr. á ári. Vígsluathöfninni er lýst í Isafold XX, 38. Kosnir eru í Hólmum í Eeyðarfirði aðstoðarpresturinn þar sjera Jóhann L. Sveinbjarnarson með öllum atkvæðum, og í Holta- þingum kand. Ofeiqur Vigfússon.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.