Kirkjublaðið - 01.07.1893, Qupperneq 15

Kirkjublaðið - 01.07.1893, Qupperneq 15
127 Brauð veitt, 30. f. m., Þönglabakki kand. Sigurði JónSsyni. Barnasálma, 50 að tðln, heíir sjera Valdimar Briem ort og birtast þeir væntanlega innan skamms. Barnaskólarnir fá þar hent- ugt og kærkomið söngkver, eins og óskað hefir verið eptir hjer í blaðinu. Mynd af Pjetri biskupi, olíumáluð, er komin í efri deildar sal alþingis. Myndin er geíin af biskupsfrú Sigríði Bogadóttur og dætrum hennar. Við setningu alþingis prjedikaði Sigurður prófastur Gunn- arsson á Valþjófsstað og lagði rit af I. Jóh. 4, 16. Sunginn var fyrir sálmurinn á fremstu siðu þessa blaðs. Samskot til skólans vestra: Guðm. próf. Helgason hefir sent Kbl. 12 kr. úr Borgaríirði, »von viðbótar síðar«. Nú verður ár- ferðinu eigi lengur um kennt, nú eða aldrei verður það að sjást, að vjer höfum hendur tvær, aðra til að taka á móti gjöfum Guðs og hina til að gefa til hans þakka. Utgáfa Kirkjublaðsins. Prestur vestanlands skrifar útg. í f. m.: »Blaðið þarf í rauninni að stækka, svo að það geti flutt meira af útlendum frjettum, t. d. kristniboðstíðindi m. m. Prestastjettin ætti að kosta það, gjalda yður laun sem útgefanda og þjer að vera laus við alla útsendingu þess og innheimtu á borguninni. I>á mundu prestarnir sjá sinn hag við það að ná inn andvirðinu á rjettuin tíma og íinna hjá sjer tvöfalda hvöt til að útbreiða það og styrkja á allan hátt. Með þessu móti yrði staða yðar þægilegri, þjer gætuð afkastað meiru og ættuð minna á hættu, heldur en eins og nú að leggja það allt á yður einan«. Þessi vinsamlega uppástunga míns háttvirta vinar og bróður er alveg óframkvæmanleg. Hugsanlegt væri, að. 4 eða 6, sem vilj- ann hefðu og getuna, væru saman um að bera útgáfukostnaðinn, en þótt slíkt boð komi, þiggur útg. það eigi fremur nú, en á syno- dus 1891. Útg., sem er launaður þjónn kirkjunnar, tekur aldrei eyrisborgun t'yrir ómak sitt — því að eins getur hann ætlazt til fúsr- ar hjálpar hjá styrktarmönnum blaðsins. Gjöri það betur en að borga sig, mun hann þegar verja því til frekari stækkunar blaðs- ins sjálfs eða Smáritanna. Það er að eins útsendingarvinnan, sem útg. getur eigi til lengdar lagt á sig, hana verður blaðið að geta borgað frá næsta nýári. Útg. er sem stendur í fullri 600 króna skuld eptir árganginn 1892, en á hátt upp í það útistandandi frá því ári; væntanlega lag- ast það í haust, er greiðist svolítið úr viðskiptum manna. Útbreiðslu- eða sýnisblöð sendir útg. við og við í ýmsa staði. Af útkomnum blöðum f. á. getur útg. geíið sjer að meinalausu, svo hundruðum skiptir, óski prestar þess. Inn á heimilin skal Kbl. komast — altjend til sýnis.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.