Kirkjublaðið - 01.07.1893, Blaðsíða 16

Kirkjublaðið - 01.07.1893, Blaðsíða 16
128 Kirkjuleg stjórnarfrumvörp, annað um breyting~á lögum 27. febr. 1880 um stjórn safnaðarmála og hitt um almannafrið á helgidögum þjóðkirkjunnar, koma fyrir þingið í sumar, og er hvor- ugt þeírra nýtt, því að bæði voru lögð fyrir þingið 1891, en koma nú í þeirri mynd, sem síðast náði þingdeildarsamþykki. Þessi breyting safnaðarstjórnarlaganna, að færa safnaðarfundi til maímánaðar og hjeraðsfundi til júnímán., er sennilega meinlaus og gagnslaus. Kbl. benti á agnúa við það (II, 14), ef hugsað er til einhverrar samvinnu milli hjeraðsfunda og synodusar, en viðsjált mun þykja um sinn að færa þá samkomu tjær Jónsmessu-lestunum. Helgidagahaldsfrumvarpið er miklu þýðingarmeira. Sú breyting- aralda er risin úr Reyjavík, þöríin vaknaði, er tekið var hjer í höf- uðstaðnum að fylgja íram banni laganna við áf'engissölu í veitinga- húsum á helgum dögum. Það sýndi sig og bezt á umræðunum á þinginu í hitteðfyrra, að áfengissalan á belgidögum er mergurinn málsins. Væntanlega telur þingið það eigi meira þjóðheillamál nú en síðast. Fáir sem engir vilja sem betur fer opna sölubúðir á helgum dögum, ekki einu sinni eptir miðaptan, kaupmenn sjálíir munu enda fjærstir því, en hvað helzt mundi það þó spiila salmanna- friðnum*, að opna áfengisbúðina, sem stjórninni virðist vera svo hugarhaldið. Vjer getum sótt margt annað betra til Dana. A-llt annað er að breyta lögunum eða beita þeim sem allra frjálslegast gegn þeirri atvinnu, sem bundin er við vind og veðráttu, eins og sjera V. B. vlkur að í grein sinni hjer að í'raman. Fækkun helgidaganna er mál fyrir sig. I ríkiskirkju eru helgir minningardagar kirkjunnar eðlilega um leið þjóðhelgir hvíldardag- ar, og þingið ætti að f'ara varlega í breytingu í þeirri grein, að forn- spurðum málþingum safnaðanna. Það verður að ræðast betur áður en til lykta er ráðið, hvort vjer eigum að taka upp kalvínskan sið í þesVu efni. Hættulaust væri f'yrir þingið að stryka burt bæna- daginn með sjerstöku lagaboði, en vart næði það samþykki í bráð vegna helgi þess dags í Danmörku. Synodus stendur yíir í þessu augnabliki, er ljúka verður prent- un blaðsins vegna farandi pósta. Guðsþjónustan var haldin kl. 12 og stje sjera Olafur Finnsson i Kálf'holti í stólinn og lagði út af Mt. 5, 14.—16. Sungnir voru sálmarnir nr. 617 og 229. Við eru steddir, auk stiptsyfirvaldanna, prófastarnir Sigurður G-unnarsson á Valþjófsstað, Jón Jónsson á Stafafelli, Bjarni Þór- arinsson á Prestsbakka, Sæmundur Jónsson í Hraungerði, Þórarinn Böðvarsson í Görðum og Sigurður Jensson í Flatey, og 13 prestar. Fundarskýrsla verður að bíða næsta blaðs. Kristileg sraárit handa íslendingum, 8. ár, nr. 4—5, útgeíin í Keykjavik 1869, óskar útg. Kbl. að fá keypt. Sameiningin, mánaðarrit hins ev. lút. kirkjufjel. ísl. í V.-h., 12 arkir, 8. árg. Ritstj. sr. Jón Bjarnason í Winnipeg. Verð hjer 2 kr. Hjá bóks. Sig. Kristjánssyni í Kvík o. fl. víðsv. um land. Kirkjublaðið — borg.^ f. 15. júlí — skrifleg uppsögn sje kom- in til útgefanda fyrir 1. októb. — 15 arkir auk smarita. 1 kr. 50 a. i Vesturheimi 60 cts. Inn á hvert einasta heimili. RITSTJÓRI: ÞÓBHALLUB BJARNARSON. Preutað i ísafoldar prentsmiðju. Heykjavlk. 1893.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.