Kirkjublaðið - 01.07.1893, Blaðsíða 16

Kirkjublaðið - 01.07.1893, Blaðsíða 16
128 Klrkjuleg stjórn ar frumvörp, annað um breyting~jx lögwrh 27. fébr. 1880 um stjórn safnaðarmdla og hitt um almannafrið á helgidögum fijóðkirkjunnar, koma fyrir þingið í sumar, og er hvor- ugt þeirra nýtt, því að bæði voru lögð fyrir þingið 1891, en koma nú í þeirri mynd, sem síðast náði þingdeildarsamþykki. Þessi hreyting safnaðarstjórnarlaganna, að færa safnaðarfundi til maímánaðar og hjeraðsfundi til júnímán., er sennilega meinl&us og gagnslaus. Kbl. benti á agnúa við það (II, 14), ef hugsað er til einhverrar samvinnu milli hjeraðsfunda og synodusar, en viðsjált mun þykja um sinn að færa þá samkomu tjær Jónsmessu-lestunum. Helgidagahaldsfrumvarpið er miklu þýðingarmeira. Sú breyting- aralda er risin úr Reyjavík, þörfln vaknaði, er tekið var hjer í höf- uöstaðnum að fylgja fram banni laganna við áfengissölu í veitinga- húsum á helgum dögum. J?að sýndi sig og bezt á umræðunum á þinginu í hitteðfyrra, að áfengissalan á helgidögum er mergurinn málsins. Væntanlega telur þingið það eigi mei'ra þjóðheillamál nú en síðast. Fáir sem engir vilja sem betur fer opna sölubúðir á helgum dögum, ekki einu sinni eptir miðaptan, kaupmenn sjálfir munu enda fjærstir því, en hvað helzt mundi það þó spilla salmanna- friðnumt, að opna áfengisbúðina, sem stjórninni virðist vera svo hugarhaldið. Vjer getum sótt margt annað betra til Dana. úilt annað er að breyta lögunum eða beita þeim sem allra frjálslegast gegn þeirri atvinnu, sem bundin er við vind og veðráttu, eins og sjera V. B. vikur að í grein sinni hjer að framan. Fækkun helgidaganna er mál fyrir sig. í ríkiskirkju eru helgir minningardagar kirkjunnar eölilega um leið þjóðhelgir hvíldardag- ar, og þingið ætti að fara varlega í breytingu í þeirri grein, að forn- spurðum málþingum safnaðanna. Það verður að ræðast betur áður en til lykta er ráðið, hvort vjer eigum að taka upp kalvínskan sið í þeslsu efni. Hættulaust væri fyrir þingið að stryka burt bæna- daginn með sjerstöku lagaboði, en vart næði það samþykki í bráð vegna helgi þess dags í Danmörku. Synodus stendur yfir í þessu augnabliki, er ljúka verður prent- un blaðsins vegna farandi pósta. Guðsþjónustan var haldin kl. 12 og stje sjera Olafur Finnsson í Kálfholti í stólinn og lagði út af Mt. 5, 14.—16. Sungnir voru sálmarnir nr. 617 og 229. Við eru st&ddir, auk stiptsyfirvaldanna, prófastarnir Sigurður Gunnarsson á Valþjófsstað, Jón Jónsson á Stafafelli, Bjarni Þór- arinsson á Prestsbakka, Sæmundur Jónsson í Hraungei’ði, Þórarinn Böðvarsson í Görðum og Sigurður Jensson í Fiatey, og 18 prestar. Fundarskýrsla verður að bíða næsta blaðs. Kristileg smárit handa Islendingum, 8. ár, nr. 4—5, útgefin í Eeykjavik 1869, óskar útg. Kbl. að fá keypt. Sameiningin, mánaðarrit hins ev. lxít. kirkjufjel. Isl. í V.-h., 12 arkir, 8. árg. Ritstj. sr. Jón Bjarnason í Winnipeg. Verð hjer 2 kr. Hjá bóks. Sig. Kristjánssyni í Rvík o. fi. víðsv. um land. Kirkjublaðið — boi-g. f. 15. júlí — skrifleg uppsögn sje kom- in til útgefanda fyrir 1. októb. — 15 arkir auk smárita. 1 kr. 50 a. í Vesturheimi 60 cts. Inn á hvert einasta heimili. KITSTJÓHI: ÞÓRHALLUR BJARNAllSON. Prentað 1 ísafoldar prentsmiðju. Keykjavík. 1893.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.