Kirkjublaðið - 01.09.1893, Page 1

Kirkjublaðið - 01.09.1893, Page 1
lianda íslenzkri alþýðu. III. RVIK, SEPTEMBER 1893. 10 Steinunn Bjarnadóttir Melsteð. (Ekkja sjera Jóns prófasts Melsteö á Klaustarhólum). Þú sagðir einatt: »bróðir minnstu mín, er mínutn lýkur hretviðranna degi; því nokkru síðar vitjað verður þín; « í vorutn ætturn^ — spárnar brugðust eigi.— Og leipturskjótt þjer undir brúnum brá þá brosi fyrir, — lengst skal það í miuni, — því sama’ er jeg svo opt í æsku sá af augum stökkva föðursystur þinni*. Þú áttir fáa líka, ljúfa sál, þú lyndisprúða, sanna göfugmenni með orðin heppnu’, er aldrei voru tál; — en, ó hve lík í flestu varstu’ og h e n n i. — Jeg sá þig unga’, er æskuvinur minn í yðvart rann hið fyrsta sinn mig leiddi og benti mjer á kæra svannann sinn, er sæll mót komumönnum arma breiddi. Jeg sá þig optar en jeg talið fæ. — Jeg átti’ ei systur. Þarna var hún fundin! — og hjartans glöð og orðhög varstu æ, jeg optast þögull, minningunum bundinn. *) o: móður skáldsins.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.