Kirkjublaðið - 01.09.1893, Blaðsíða 5

Kirkjublaðið - 01.09.1893, Blaðsíða 5
149 þroska barnanna; efnilegustu börnin voru opt látin hjálpa til við kennsluna, einkum að kenna minnstu og daufustu börnunum að þekkja stafina, svo þau gætu lesið og lært fræðin. Aðalkrafan til barnanna var, að þau kæmu hrein í skólana, hversu Ijeleg sem föt þeirra annars væru. Efnilegustu börnunum voru opt gefin verðlaun, til þess að hvetja þau til iðni og góðrar hegðunar, og þetta hafði ekki hvað minnsta þýðingu fyrir skólana og hvatti börnin mjög til að taka sjer sem mest fram. Ber- fættu börnin fengu sokka og skó, þau, sem verst voru fötuð, fengu nýjan fatnað, ef þau sýndu góða viðleitni. Sjálfur gekk Raikes um á heimilum barnanna, spurðist fyrir um hegðun þeirra heima fyrir og hvatti foreldrana til þess að sjá um, að börnin vanræktu ekki skólana. Þessar húsvitjanir Raikes höfðu mjög mikla þýðingu, eins og gefur að skilja, enda hafa þessháttar húsvitjanir hald- izt og mikil áherzla verið á þær lögð, þar sem sunnu- dagaskólar hafa verið haldnir allt til þessa dags; þær hafa einkar mikla þýðingu fyrir kennarana, sem við það fá færi á að kynnast heimilisástæðum þeim, sem börnin lifa við og geta tekið tillit til þeirra í kennslunni sjálfri, og þær hafa þýðingu fyrir börnin, sem við það sjá, að haft er vakandi auga á þeim af hálfu kennaranna, einn- ig fyrir utan skólastundirnar. Sunnudagaskólahreifingin breiddist óðfluga út um England og margir aí kirkjunnar beztu mönnum kvnntu sjer aðferðina og dáðust að hinum góðu ávöxtum, er skól- arnir báru. Þegar árið 1784 spáði hinn heimsfrægi stofn- andi Metódistanna John Wesley þvi, að sunnudagaskól- arnir mundu verða gróðrarstía fyrir iifandi kristindóm meðal hinnar ensku þjóðar, og hefir sá spádómur fylli- lega rætzt. Arið 1791 ritaði Raikes i blaði sínu um stofn- un sunnudagaskólanna í Gloucester og þau heillavænlegu áhrif, sem þeir hefðu haft þar í bæ. Lnndúnablöðin tóku grein hans upp og við það breiddist hún út um land allt og var lesin af þúsundum manna. Þá var þegar fyrir 7 árum síðan kominn sunnudaga- skóli á stofn í Lundúnum, enda var þörfin þar ekki minni en í GHoueestor. Sá hjet Rowland Hill, er byrjaði

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.