Kirkjublaðið - 01.09.1893, Blaðsíða 7

Kirkjublaðið - 01.09.1893, Blaðsíða 7
151 var árið 1799 i þeira tilgangi að gefa út kristilegar smá- bækur handa ungdóminum; en stofnun þess stóð upphaf- lega í sambandi við sunnudagaskólana. En þessa smá- bókafjelags er hjer getið vegna þess, að það gaf tilefni til, að stofnað var annað fjelag, sem nú hefir starfað í 89 ár til ómetanlegrar blessunar fyrir allan heim, þ. e. hið hrezTca og erlenda biflíufjelag, er stofnað var árið 1804. Skömmu fyrir aldamótin kom sunnudagaskólahreif- ingin vestur um haf, til Bandaríkjanna í Vesturheimi, sem nú má nefna aðra af aðalstöðvum sunnudagaskól- anna. Til meginlands Evrópu komu sunnudagagaskólarnir á öndverðri þessari öld. 1822 stofnaði ágætismaðurinn F. Monod hinn fyrsta sunndagaskóla í Parísarborg. Hjer og annarstaðar á Frakklandi voru það einkum prestarnir í endurbættu kirkjunni, er gengust fyrir sunnudagaskólun- um, (en á Englandi voru það einkum leikmenn), og hjer hurfu því brátt sifco7aeinkennin, svo hjer var fremur að ræða um barnaguðsþjónustu en skóla. 1880 voru á Frakk- landi alls 1100 skólar með 40 þús. börnum. A Hollandi komu skólar þessir að góðu haldi, því þar höfðu skóli og kirkja verið aðskilin, og nú eru þar c. 1000 skólar, með 100 þús. börnum og 3000 kennurum. — Arið 1863 ferðað- ist amerískur maður, að nafni Albert Woodrtiff, um Ev- rópu, til þess að útbreiða sunnudagaskólana og varð mikið ágengt. Hann fjekk kornið á fót sunnudagaskólum í hin- um evangelisku söfnuðum í Belgíu og jafnvel á Italíu. A ítaliu urðu það einkum Valdesa söfnuðirnir, sem tóku sunnudagaskólana að sjer. Mest ávann Woodruff þó á Þjóðverjalandi. Reyndar var hreifingin komin hingað um fyrri hluta þessarar aldar og jafnvel þegar um alda- mótin hafði sunnudagaskóli verið stofnaður í Ilamborg; en hjer náðu þeir þó ekki rótfestu, fyr en hinn víðfrægi guðsmaður I. II. Wichern, sem nefndur liefir verið »faðir hins innra kristniboðs«, tók þá að sjer, og hjer gáfu sunnu- dagaskólarnir tilefni til, að Wichern stofnaði hina heims- frægu uppeldisstofnun sina fyrir vanrækt börn, »das rauhe Haus«. En eiginlegri útbreiðslu náðu sunnudnga-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.