Kirkjublaðið - 01.09.1893, Blaðsíða 13

Kirkjublaðið - 01.09.1893, Blaðsíða 13
157 anlega veríð mesta fásinna af Páli að benda til þessa, ef hann hefði ekki vitað það með vissu, að harin hefði gjört slík verk á meðal þeirra; með því hefði hann gefið þeim vopn í hendur á móti sjer, og Korintingum hlaut það að vera kunnugast, hvort Páll heíði framið kraptaverk í þeirra söfnuði. Og lref'ði svo ekki verið, hefðu Korin- tingar getað sagt: »Þetta sannar oss bezt, að þú sjert ekki sannur postuli, því vjer höfum ekki sjeð þig framkvæma kraptaverk á meðal vor«. Af þessu er því auðsjeð, að Páll hefir sjálfur gjört kraptaverk í Korintuborg í viður- vist hins kristna safnaðar þar. Orð Páls á þessum stað vitna einnig um hina postul- ana, að einnig þeir hafi gjört kraptaverk, því hann kall- ar þcssi kraptaverk sín »postulateikn«; með öðrum orðum: kraptaverkagáfan er eitt af aðaleinkennum hinna sönnu postula; og Páll gengur út frá því sem gefnu, að sú skoðun sje almenn meðal kristinna manna, er þá lifðu. Gagnvart þessum vitnisburði Páls postula um krapta- verk, bæði sjálfs hans og annara, standa andstæðingar kristindómsins aflvana. Þeir geta ekki hrakið trúverðleik heimildarritanna nje höfundar þeirra, nema því að eins að beita gjörræði. Hjer getur ekki verið um sögusagnir eða lausar munnmælasögur að ræða, því ritin eru samin á sama tíma og viðburðirnir gjörast og af sama manni sem kveðst hafa gjört þessi verk; og að hjer sje umvís- vitandi ósannindi höfundarins að ræða, það verða jafnvel mótstöðumennirnir sjálfir að játa, að sje siðferðislega ómögulegt. Hinn einasti mögulegleiki, sem þá verður eptir, er, að bæði sá, sem gjörði verkin, og þeir sem á það horfðu, hafi af misskilningi og fákunnáttu gjört það að kraptaverkum, er í raun rjettri var afleiðing samverk- andi náttúrlegra krapta, sem þátíminn ekki þekkti. Slíkt væri og hugsanlegt með tilliti til læknisgáfunnar, en þess ber að gæta, að Páll gjörir skarpan greinarmun á lækn- isgáfunni og gáfunni til framkvæmda kraptaverka, og það er eins og Páll telji ekki sjúkralækningar með krapta- verkum. Auk þessá álítur Páll, að kraptaverk hafi að eins átt sjer stað í hinum kristna söfnuði. (Meira).

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.