Kirkjublaðið - 01.09.1893, Blaðsíða 14

Kirkjublaðið - 01.09.1893, Blaðsíða 14
158 Kristniboðið meðal heiðingja. Indland er og verður ein aðalstöð kristniboðsins. Veld- ur því bæði tólksfjöldinn og í annan stað stendur Eng- landi næst að beina sínu raikla kristniboði þangað. En fjarri fer þvþ að kristniboðinu þar í landi verði betur ágengt vegna þess, að hin æðsta landstjórn er kristin, al- tjend að naíninu til. Ilinir áhugamestu og sannkristilegustu trúboðar á Indlandi telja stjórnarfarið þar versta þrösk- uldinn. Ríkið hefir sjálft einokunarverzlun á ópíura, sem bakar Indverjura eigi síður en Kfnverjum bálfu meira böl, en áfengið í þeim löndum, sem ncyta þess mest. I ann- an stað hlynnir landsstjórnin að áfengissölu, hún gefur líka stórfje af sjer í landssj'óðinn, og áfengisnautnin fer vaxandi þar í landi ár frá ári. Það er auðmannavaldið heima á Englandi, sem bindur stjórnina, svo að hún held- ur þessum ófögnuði að hinum heiðna landslýð, og vekur það ógeð og hatur allra hinna beztu manna þarlendra, og eðlilega geldur svo kristniboðið þess. Um áramótin síðustu var hið svo nefnda 10 ára kirkjuþing allra prótestantiskra kristniboða haldið í Bom- bay. Fyrsta sanikoman af því tagi var í árslokin 1872, og komu þar saman 136 trúboðar og voru 28 þeirra inn- lendir menn. I árslokin 1882 voru þeir 475 talsins og 46 innlendir, en nú síðast 630, af þeim voru 93 innlendir menn og 276 konur. Uppskeran er nokkur, þó hægt fari, og má sýna það með tölum. Fyrsta árið í aldartug er fólkstalsár Englendinga. Árið 1881 voru á Indlandi 253 miljónir og af þeim 1,862,525 kristnir, en 1891 töldust 288 milj., en kristnir menn 2,284,191. (í þessum tölum er Birma á Austui-Indlandi talið með). Fólkstalan hefir alls aukizt um rúml. 10 af hundraði, en tala kristinna manna um rúml. 23 af hundraði. Kristniboðsmálið var á samkomu þessari rætt frá ýmsum hliðum og með öruggri von og trú á sigur hins góða málefnis. En með rjettu dæma ýms kristileg blöð Englands það blett á þessari samkomu, að mótmæli gegn ópíumsölunni og áfengissölunni, á þann hátt sem hún er rekin, fengu eigi framgang af ótta fyrir stjórninni, sem fjelögin eru á ýmsan hátt háð og þiggja styrk af.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.