Kirkjublaðið - 02.09.1893, Blaðsíða 11

Kirkjublaðið - 02.09.1893, Blaðsíða 11
171 og leikmanna. f ríkiskirkjunni finnst leikmönnunum ó- sjálfrátt, að prestarnir eigi að gjöra allt, þeir einir sjeu veitandi, hafl alla ábyrgðina. f frikirkjunni vex starf- semi leikmanna og um leið áhuginn. Þeir verða vanda- bundnir við fjelag sitt. Hin stöðuga og margbrotna sam- vinna prestsog fuiltrúa safnaðarins, hin sameiginlega bar- átta, sameiginlegur vandi og sameiginleg ábvrgð hefir eigi síður leitt af sjer einingu og frið en lif og fjör. 3. Loks er það ónefnt sem er hjálpin mest og hugg- unin best, að í frikirkjunni lærist mönnuð að treysta Guði og treysta honum einum. Það er andlegur kraptur en ekki ytra þvingunarvald, sem heldur fríkirkjunni við. Þetta traust heflr ekki orðið sjer til skammar í írsku frí- kirkjunni. Að treysta Guði betur en lögtakinu. --------------------- „Upp úr prjedikuninni“. »Það er mest að marka, hvað hann gjörir upp úr prjedikuninni«, segja menn á sumrin í óþurka tíð, þegar þeir eru að tala saman við kirkjurnar. »Ef hann þorn- ar ekki upp úr prjedikuninni í dag, þurfum við ekki að búast við þurk þessa vikuna«. Og 1 harðindaköflum á veturna, er mönnum lízt ekki á ioptið, segja þeir aptur: »Ekki er hann aflátinn með kastið enn, hvort sem hann kann nú að breyta nokkuð útliti upp úr prjedikuninni. Verði hann ekki far- inn að laga sig neitt, þegar við komum úr kirkjunni, er ekki að spyrja að, hvernig hann verður vikuna þá arna«. Þó er allra mest komið undið því, hvernig hann ræðst upp úr páskadags-prjedikuninni. Menn muna svo mörg páskaköst, sem staðið hafa í viku og hálfan mán- uð, og sem hafa ætlað að gjöra út af' við menn og skepnur. Því var það núna, þegar menn komu út úr kirkj- unni á páskadaginn, sagði einn bóndinn: »Hana, nú sjá- ið þið hvernig hann ætlar að hafa það. • Þetta var nú verri votturinn«.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.