Kirkjublaðið - 01.11.1893, Blaðsíða 3

Kirkjublaðið - 01.11.1893, Blaðsíða 3
slíkri óánægju verður ekki sjeð. Þeir verða þá eins og hver annar minni hluti að beygja sig fyrir meiri hlutan- um. Geti þeir það ekki og takist þeim ekki að breyta skoð- un hans, geta þeir ekki lengur verið þegnar í því riki, og verða að leita þangað, þar sem þeir fá vilja sínum fram- gengt, ef það er þá nokkurstaðar. Það er í þessu tilliti um kirkjuna sem hvert annað fjelag, t. d. Good-Templ- arfjelagið. Ef ríkið vill styrkja það að einhverju leyti, þá verða þeir eins að sætta sig við það, sem enga sann- færing hafa fyrir málefni þess fjelags. Þetta virðist deg- inum ljósara og ekki nema eðlilegt í alla staði. En það er annað í þessari dæmisögu, sem ef til vill ekki kemur nógu ljóst fram. Það er það, að dæmisagan er ekki miðuð við ríki og kirkju almennt, heldur við ríkið og kirkjuna á Islandi. Það er naumast unnt að setja nokkra reglu um samband ríkis og kirkju, er gildi á öllum stöðum og öllum tímum, Það getur átt sitt hvað við á hverj- um stað og hverjum tíma í þessu sem mörgu öðru. Það sýnir mannkynnssagan ljóslega og kirkjusagan ekki síður. Þessa verður að gæta, er dæmt er um þessi atriði. Það er t. d. ólíklegt að nokkur ætli það heppilegt að sam- eina ríki og kirkju í Norður-Ameríku á þessum tímum á líkan hátt og hjer. En þó að það fyrirkomulag, sem þar er, geti átt vel við þar, þá leiðir ekki af því, að það þurfi endilega að vera hjer líka. Það er nokkuð annað, þar sem nýtt riki og nýtt kirkjufjelag myndast, en að yfir- gefa allt í einu allan sögulegan grundvöll. Að slíku er ekki auðhlaupið, og er það að minnsta kosti alltaf var- hugavert. Mjer kemur auðvitað ekki til hugar að min skoðun á þessu máli sje hin eina rjetta, en neitt ófrjáls- legt get jeg ekki fundið við hana. Hitt sýnist mjer apt- ur í meira lagi ófrjálslegt, að vilja steypa öll kirkjufje- lög í sama móti, hvernig sem á stendur, enda þótt það sje fríkirkja. I sambandi við þetta mál virðist ekki fjarstætt að minnast lítið eitt á fjárhags-sambandið milli ríkis og kirkju á íslandi. Allt af klingir sú gamla bjalla við og við, að kirkjan sje ómagi ríkisins. En mun það nú vera svo í raun rjettri? Þótt ekkert tillit sje tekið til þess, sem

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.