Kirkjublaðið - 01.11.1893, Síða 5

Kirkjublaðið - 01.11.1893, Síða 5
197 dæmum komið sjer saman um, að gjöra þýðingu altaris- göngunnar, fyrir trúarlíf hins einstaka og kristilegt safn- aðarlíf yflr höfuð, að sjerstöku umtalsefni á heimilunum við næstu húsvitjun. Þetta ættu prestar að gjöra um land allt, þörfín til þess er alstaðar. Arnessprófastsdæmi stóð einna efst á blaði með altarisgöngur og þó finna kirkjunnar menn þar, að mikið vantar til að vel sje og grípa til sjerstakra meðala, hve miklu fremur ættu þá prestar eigi að finna til þess í þeim sóknum, þar sem er eigi nema svolítið brot fermdra manna til altaris. »Sameiningin« hefir nýlega flutt grein um kirkju- rækni íslendinga þar vestra og hjer heima, og vitanlega byggir höf. á messuskýrslunum prentuðu. Hver maður getur nú sagt sjer það fyrir fram, að í fríkirkju, þar sem búast má við að sjeu ekki aðrir en kirkjulegir áhuga- menn, og auk þess í samgöngugreiðara og þjettbýlia landi, sje kirkjuræknin töluvert betri en hjer. Svo verður og í reyndinni. I Winnipegkirkju er prjedikað tvisvar á hverj- um sunnudegi, um hádegi og að kvöldi, og telst til að 8—1000 manns taki þátt í báðum guðsþjónustunum á hverjum sunnudegi. — Þess í milli vinnur svo presturinn á sunnudagaskóianum framt að 2 stundum. — Höf. gerir svo þá áætlun, að íslenzku prestarnir í Ameríku hafi undanfarið hver um sig flutt að meðaltali 85 guðsþjón- ustur á ári. Jafnframt fullyrðir höf., að þessar guðsþjón- ustur sjeu yfirieitt töluvert betur sóttar, en nú tíðkast al- mennt á íslandi; en það er reyndar staðhæfing, sem jafn- erfitt er að sanna og hrekja. Höf. talar ekki um altarisgöng- ur íslenzks saf'naðarfólks vestra, sennilega eru þær tíðari en lijá oss, og væri fróðleikur og uppörvun að fá skýrslu um þær í »Sam.«. Þrátt fyrir allar vorar lögmætu afsakanir, er þessi samanburður oss mjög svo alvarlegt íhugunarefni. Hjá oss hjer heima liggur við, að sje að meðaltali um land allt messufall annanhvorn helgan dag, en vestra eru flutt- ar tvær guðsþjónustur helming alira messudaga. Þyngstan dóm fær höfuðstaður landsins hjá höf., þótt Reykjavík eðlilega hafi fiestar messurnar á ári. Allir kirkjuræknir menn munu kannast við það með höf., að

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.