Kirkjublaðið - 01.11.1893, Blaðsíða 6

Kirkjublaðið - 01.11.1893, Blaðsíða 6
198 hjer ættu að komast á kvöldmessur, þess heflr lengi verið óskað hjer, og vonandi verður þess eigi langt að biða. Höf. ætlar prestaskólakennurunum að ganga þar á undan með því sjálfir að prjedika iðulega: »Eigi nokkur breyting til batnaðar að verða á hinni hörmulegu litlu kirkjurækni í landinu, verður hún að koma frá höfuðstað landsins, þar sem þungamiðja hins andlega lífs er«.... »Látum prestaskólakennarana íslenzku með eigin dæmi kenna lærisveinum sínum þá list að prjedika Guðs orð, ekki sem sjaldnast, heldur sem optast að unnt er«. Prestaskólinn fær þannig þyngsta sök hjá hinum háttvirta höfundi, en til prestanna hjer heima talar hann eigi síður alvarleg og þung orð: »Vjer óttumst, að fyrir alit of mörgum islenzkum prestum vaki sú regla, að prjedika eins sjaldan og þeir mega, en síður hin reglan, að flytja Guðs orð eins opt og þeir mega — vera sífellt að leita að nýjum tækifarum til að prjedika evangelíum Drottins« . . »Vjer sem tek- izt höfum á hendur hina dýrðlegu köllun að vera orðs- ins þjónar, verðum að muna eptir því, að það eru prest- arnir, sem mest og bezt áhrif hafa á kirkjurækni fólks- ins. Hún skapast og myndast af áhuga prestsins, þótt einn sje opt lengi að byggja upp það, sem annar hefir rifið niður«. Vjer, sem þetta er fyrst og fremst talað til, viljum taka þessar bendingar bróðurlega, þótt harðorðar sjeu, og til íhugunar, því eitt er víst, að kirkjurækninni er, eigi síður en altarisgöngunni, víða ábótavant hjá oss, þótt henni hafi hvergi nærri eins hnignað á síðasta manns- aldri og altarisgöngunni. -— ----3*3®-----—— „Falsaður einkennismiði”. Hún er meira en smáskritin þessi nýþýdda grein f Fjallk. Efni hennar er það í sem stytztum orðum, að vilji og viðleitni kistinnar kirkju til að ljetta hinu jarðneska böli, til að semja frið, efla rjettlæti á jörðunni, yfir höfuð öll kærleiksþjónusta fyrir bræðurna, sje óviðkomandi sönn-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.