Kirkjublaðið - 01.11.1893, Blaðsíða 13

Kirkjublaðið - 01.11.1893, Blaðsíða 13
265 Kirkjuklukkurnar. KlukknaMjómurinn heíir lengi verið óaðskiljanlegur frá kristinni guðrfþjónustu. Fornþjóðirnar þekktu vitanlega bjöllur og hljóm- mikla kúpta málmskildi (1. Kor. 13, 1), en í kirkjunni einni heíir þó klukkan fengið sina þýðingu, eins og forna latneska erindið segir: Lofa eg Guð sannan, lýð eg kalla, klerkdóm kveð til fundar, harma eg helgengna, hnekki fárviðri, heiðra helga daga. Klukknahljómurinn er oss öllum svo kœr, að það er nógu gam- an að fræðast svolítið um sögu klukknanna. A Egyptalandi er hinn fyrsti vísir til klukkunnar í klaustri hins heilaga Pakkómíusar snemma á 1. öld. Einsetumennirnir bjuggu í smáklefum, sem láu saman, eða undir sama þaki, og þegar þeim var stefnt saman til sameiginlegra bænagjörða, gekk einn á röðina og barði á hurðirnar með trjehamri, en þetta varð tafsamt þegar tala einsetumanna fór að hiaupa á hundruðum og þúsundum, þá var hengt upp trjespjald á hentugum stað og barið á það. Næsta framförin var sú, að hafa tvær íjalirnar undir högginu, og svo varð úr því trjekassi, og því næst var áslátturinn festur innan í kassann, og þá var kólfurinn kominn. Pessar trjeklukkur voru nefndar »signa«, merki, sem kölluðu til tíða, og austurí lönd- um eru þær að sögn til enn þann dag í dag í einstaka klaustrum. Næsta breytingin var svo að hafa málm í staðinn fyrir trje, en kassalaginu var enn haldið um stund, og er til ein slík járn- klukka frá klaustri hins heilaga Patriks á Irlandi frá 5. eða 6. öid, og þykir mésti kjörgripur i hinu konunglega gripasaf'ni í Dublin. Það er ekki annað en tvær járnplötur bentar saman með járnspöng- um. Um sama leyti fara sögur af klukkusmíði hjá Pálínusi biskupi í Nóla í Kampaníu á Suður-Italíu, og þaðan á að stata latneska nafnið campana = klukka. Svo er það á 7. öld, að klukkulagið fer að ryðja sjer til rúms. I klaustri hins lieilaga Gallusar í Sviss er til járnklukka frá árinu 646, þar sem sneitt er af hornunum, og er eðlilega ófagur hljómur í henni. Um 800 má telja, að lagið sje að mestu fengið, sem nú er, og byrjuð klukkusteypa, og srnámsaman læra menn að vanda betur efnið til að fá hljóminn sem fegurstan, og í stað járnsins kom kopar og tin, blandað saman,- tveir hlutir at kopar móti einum af tini. Annars er nú á siðustu tímum mikið (* Laudo Deum verum, plebem voco, congrego clerum, defunctos ploro, nimbum fugo, festaque honoro. Þýðingin er eptir Steingr. Thorsteinsson.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.