Kirkjublaðið - 01.12.1893, Blaðsíða 2

Kirkjublaðið - 01.12.1893, Blaðsíða 2
Orsökin til þess er raeðfram sú, að því lengur sem jeg hugsa um það mál og reyni að kynna mjer útlend rit og annara þjóða reynslu í þvi efni, því innilegri verð- ur sú ósk mín, að hin evangeliska lúterska kirkja fóstur- jarðar vorrar verði með öllu sjálfstætt fjelag fyrir sig, en í annan stað verður mjer það æ ljósara, hve afarmiklum vanda þetta er bundið. I grein minni í fyrra um »Kirkjuþing upp úr syno- dalrjetti«, sem sumum vinum Kbl. fannst vera »leikur í orðum«, hafði jeg einlægan vilja að sýna fram á það, að allar tilraunir til verulegs sjálfstæðis í ríkiskirkjunni hlytu að verða árangurslausar. Það er hægt að sýna það og sanna rækilegar við tækifæri. Öll kirkjuleg löggjöf vor síðasta aldarfjórðung hefir farið í sjálfstæðisáttina, en stigið hvert spor hálfum fet- um og hikandi. Slíkt er alls eigi ámælisvert, það er svo eðlilegur gangur málsins. Hafi þeir þökk og heiður, sem mest hafa unnið að þeirri löggjöf, og það alveg eins f'yrir það, þótt þeir nú haldi dauðahaldi um steíninn, sem þeir hafa losað, að hann velti ekki niður forbrekkis; þyngdar- lögmálið sjer um sig. Þessi undirbúningur, einstakar raddir frá hjeraðsfundum, yfirlýsing 2 prófasta á síðasta alþingi í nefndaráliti í einu brauðamálinu og síðast en eigi sízt upphvatning nokkurra merkispresta, hefir í mínum augum gjört það tímabært spursmál, að taka nú fyrir aðskilnað ríkis og kirkju, sem eitt hið þýðingarmesta mál hinnar íslenzku kirkju. Það er eigi hætt við, að rasað verði um ráð fram, enda mun enginn sannur frikirkjumaður óska þess. Ríkis- kirkjan islenzka stendur á svo styrkum sögulegum og þjóðlegum stofni, að þó hún sje forn og af sumum óvin- um hennar talin feyskið trje, þá fellur hún eigi við fyrsta högg. Það skal strax tekið fram, að hjer er að eins átt við þá fríkirkjustofnun, að öll hin íslenzka kirkja í heild sinni skilji við ríkið rjetta lagaleið. Til þess þarf þá fyrst og fremst, að leiðtogar kirkj- unnar yfirleitt, og það þá eðlilega sjerstaklega þjónar hennar, sannfœrist um nauðsyn og happ skilnaðarius, eða

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.