Kirkjublaðið - 01.12.1893, Blaðsíða 4

Kirkjublaðið - 01.12.1893, Blaðsíða 4
báðum bliðum, eins og rúmið frekast leyfir. Lesendurnír mega ekki misvirða það, þótt þetta mál kunni að taka upp mikið rúm í hinu litla blaði. Gfangur málsins — og hann verður eflaust langur og strangur — er þessi: Umræður í blöðunum og þá sjer- staklega i Kbb, umræður á hjeraðsf'undum og synodus og loks, vinnist sannfæringarsigurinn, liggur leiðin til lög- gjafarþingsins, — fyr ekki frá sjónarmiði Kbl. Mikilsvirtur vinur minn sagði við mig fyrir alllöngu síðan, er við höfðum rækilega rætt þetta mál, að hann hræddist fríkirkju hjer, af því hve lítill kirkjulegur andi væri hjer í landi, allt of lítill sannur kristindómur. Þessi hugsun greip mig rneð sannfæringarvaldi. Engri hugsun hefi jeg jafnopt velt fvrir mjer, og hún hefir smámsam- an aðallega snúið mjer til hins gagnstæða, til þeirrar hjartanlegu sannfæringar, sem jeg tel mjer skylt að halda fratn, að kirkju Drottins vors Jesú Krists sje fyrir beztu að mega standa óháð og ganga inn í óvissa framtíð treyst- andi Guði einum. Hjer er ekki að sinni farið út í neitt einstaklegt, þetta er að eins yfirlýsing. „Upplestur” eða „taia”. Svar til sjera Valdimars Briem (sbr. Kbl. III, 8). Það er mjer unun og ánægja að eiga orðastað við sjera Valdimar Briem um framburð islenzkra presta. Það er þjóðkunnugt, að hann er langmesta sálmaskáld Islands, sem nú er uppi. En hann er einnig ágætur prjedikari. Það er samróma vitnisburður allra þeirra sem þekkja hann. Jeg hefi þess vegna örugga von um, að hann fallist á framburðaraðferð mína, þegar hann heflr íhugað þetta tnál vel og rækilega. Fyrsta skilyrði fyrir góðum fratnburði presta er blaða- laus prjedikun Fyrir þessu hefi jeg fært mörg rök, sem sjera V. B. hefir alls eigi reynt að hrekja. Sum þeirra eru tekin fram í Kbl. III, bls. 99. Þar bendi jeg á frels- arann og postulana. Blaðalaus var prjedikun þeirra. Jeg vitna einnig til sögunnar og nútímans. Blaðalaus fram-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.