Kirkjublaðið - 01.12.1893, Blaðsíða 6

Kirkjublaðið - 01.12.1893, Blaðsíða 6
214 Sú undirbúningsaðferð ræðumanna er alltíð, og hefi jeg aldrei andmælt henni. En samlfkingin nær heldur ekki lengra. Sálmarnir eru alls eigi að eins lesnir upp í kirkj- unum, heldur sungnir eptir ákveðnum sönglögtim. Þeir eru þannig framfluttir eptir ákveðnu íþróttarformi, svo að þeir geti haft sem mest áhrif. Og þannig er því og varið með prjedikunina, Hún á að vera blaðalaus, o: munnleg tala. Það er hennar ákveðna íþróttarform. Það á að syngja sálmana og mæla prjedikunina af munni fram. Sálmaskáldið fylgir ákveðnu íþróttarformi, rímreglunum, söngmaðurinn söngreglunum og prjedikarinn prjedikunar- reglunum. En munnleg tala er frumregla prjedikunar- innar, eins og jeg hefl áður reynt að sýna og sanna (Aldamót 1891). Upplesturinn líkist laglausum söng; rím- lausum og formlausum kveðskap. Sjera V. B. og aðrir, sem hafa mótmælt framburðar- aðferð minni, eru vanir að segja: Að fleiri framburðar- aðferðir geti verið jafngóðar. Og sjerhvér eigi að hafa þá aðferð, sem bezt eigi við hánn. En þeir gá ekki að því, að bezta aðferðin er og hlýtur að vera að eins ein. Menn geta farið á róðrarskipi landa á milli, en greiðari er þó ferðin á seglskipi og allra-greiðust á eimskipi. Þann- ig eru flutningsvegirnir landa á milli þrír, en einn þeirra er beztur og greiðastur. Eins er því og varið með f'ram- burðinn. Ein framburðaraðferð er bezt, áhrifamest og gagnlegust. Og það er blaðalaus framburður eptir dæmi frelsarans sjálfs. Sjera V. B. segir, að kirkjuræknin sje í góðu lagi á íslandi. Jeg veit, að kirkpiræknin í sóknum sjera V. B. er og hlýtur að vera ágæt. En góð kirkjurækni mun fremur vera undantekning en regla, þegar talað er um ailt ísland í heild sinni. Þetta sjest augljóslega af skýrslu biskups um messugjörðir og altarisgöngur á íslandi 1889 .—1891. Á því tímabili hefir meðaltal flestra messna í hverju prestakalli á landinu verið 34. Hver prestur hefir að eins messað 34 sinnum um allt árið. Og á sama tíma- bili hafa að eins 37 menn af hverju hundraði í þjóðkirkj- unni gengið til altaris. Þessar tölur benda ljóslega á, að kirkjurækninni á íslandi sje nokkuð ábótavant. Auk

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.