Kirkjublaðið - 01.12.1893, Blaðsíða 9

Kirkjublaðið - 01.12.1893, Blaðsíða 9
fræðína þýzku nú á síðustu árum, sem þetta útlíðandi ár hefir valdið einhverri hinni hörðustu trúardeilu á Þýzka- landi, sem spannst út af riti Harnacks guðfraðiskennara í Berlin um uppruna og gildi hinnar postullegu trúar- játningar, og er deilan kennd við hana. Þessi grein var oflangt mál til að geta komið í þessu tbl., en kemur svo fijótt sem hægt er. Þessi deila hefir einmitt orðið til þess, að prótestantiskir söfnuðir um allt Þýzkaland hafa sjeð, hvaða voði þeim stendur af þessari svo nefndu »vísinda- legu guðfræði«, sem hafnar opinberun heilagrar rítning- ar og um leið trúnni, því að trúin getur að eins grund- vallast á opinberun. Kristnir söfnuðir þar taka vantrú- arguðfræðinni ekki sem »skýringum á sannindura kristin- dómsins«, heldur sem beinum »árásum á kristindóminn«, og eins munu kristnir söfnuðir þessa lands gjöra. Fjallk. veður reyk í því, að hún hafi þar meiri hluta landsmanna með sjer. Hinir islenzku söfnuðir munu yfirleitt, eigi síð- ur en trúarbræður þeirra á Þýzkalandi, að eins styrkjast í trú sinni, er þeir sjá hvert árásin stefnir, og rnundi það bezt sýna sig, rynni hjer upp innan skamms fríkirkju- öld. Þessum orðum um »meirihluta landsmanna* og þá eigi síður hinum, að Fjallk. hafi með sjer í þessu máli »all- marga af prestastjettinni«, er hjer mótmælt sem tilhæfu- lausum. Slík ókvæðisorð, sem að kalla verjendur kristindóms- ins »gamalæra«, ætti blaðið að forðast. Kbl. hefir og mun jafnan forðast að blása að kolum trúarheiptar, og mun eigi gjalda líku likt. Frá hjeraðsfundum 1893. 6. Hjeraðsfundur Snæfellsnessprfd. var 20. september. Við voru 2 prestar af 5 og 4 fulltrúar at 14. Sjera Eiríkur Gfsía- son prjedikabi á undan og lagði út af Kól. 3, 17. Samþykkt var, aí> prestar lijeldu próf í byrjun maímán. í viður- vist safnaðarfulltrúa og f'arandkennara yíir 10 ára gömlum börnum og eldri. Farið var fram á 2 kr. þóknun um daginn úr sjóði viðkomandi kirkju til fulltrúa fyrir hjeraðsfundasókn.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.