Kirkjublaðið - 24.12.1893, Blaðsíða 2

Kirkjublaðið - 24.12.1893, Blaðsíða 2
ó, láttu þjer helgast vor hugskot og líf og hjörtun þjer innlífa sig. Ó, ver þú vort skjól og vor skjöldur í neyð, að skelfingar hræðumst ei vjer; ó, ver þú oss stjarna, sem vísar oss leið til vistar á himni með þjer. :|: Lýs oss, líknarsól :|: að loks við þinn hátignar ljómandi stól þig lofum með englanna her. H. H. Hiri fyrsta jólanótt. Guð skapaði mennina sakiausa eptir sinni mynd. En eptir fall hinna fyrstu manna syndguðu þeir allir og það var enginn rjettlátur fyrir Guði og ekki einn. Sá tími var nú kominn, að hann átti eptir vísdóms og gæzku- ráði Guðs að opinberast meðal hinna syndugu manna, sem hann sagði um: »Þessi er sonur minn elskulegur, sem jeg hefi velþóknun á«. Hinar skynsemigæddu himnesku verur, sem sjá Guðs dýrð, sáii nú það ljós upp rerma á hinni helgu nótt, sem á að lýsa öllum þeim, sem hafa skynsemi og frjálsan vilja. Hin nýja sköpun var nú fyrir hendi, en það er hin nýja sköpun, að hinar sköpuðu ver- ur helgist og sameinist honum, sem er þeirra skapari, fyrir hann, sem kom í heiminn á hinni fyrstu jólanótt, og að sú blessun, sem hann færði heiminum, breiðist frá honum til allra og að síðustu yfir sjálfan himininn. Það er sú »fylling tímans«, sem postulinn Páll talar um að »allt sameinist undir eitt höfuð í Kristi, bæði það, sem er á himni og á jörðu«. Og hann segir á öðrum stað: »Það þóknaðist Guði, að öll fylling skyldi búa í honum og að koma öllu í sátt við sig fyrir hann, bæði því, sem er á jörðu og á himni, með því liann samdi frið fyrir hann með blóði hans á krossinum«. »Fyrir því«, segir postul- inn enn, »hefir Guð hátt upp hafið hann og gefið honum þá tign, sem er allri tign æðri, svo að öll knje skulu beygja sig fyrir Jesú tign, bæði þeirra, sem eru á himni og jörðu og undir jörðunni, og sjerhver tunga viðurkenna,

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.