Kirkjublaðið - 24.12.1893, Qupperneq 3

Kirkjublaðið - 24.12.1893, Qupperneq 3
að Jesús Kristur *er Drottinn, Guði föður til dýrðar«. I þeirri trú, feem þessi orð láta í ljós, eigum vjer að lifa öll jól, í því ljósi, sem þau breiða yfir fæðingu Jesú, vilj- um vjer hugleiða hina heilögu sögu um hina fyrstu jóla- nótt, um fæðingu heimsins frelsara. María, móðir Jesú, átti heima í Nazaret á Gyðinga- landi. Engill Drottins birtist henni og sagði: »Heil vert þú, sem nýtur náðar Guðs, þú hin sælasta allra kvenna«. En hún varð hrædd er hún sá hann og heyrði orð hans. Og engillinn sagði við hana: »Hræðst þú ekki, María, því þú hefir fundið náð hjá Guði. Og sjá, þú rnunt fæða sveinbarn; hann skalt þú láta heita Jesús. Heilagur andi mun koma yfir þig og kraptur hins hæsta mun yfirskyggja þig, og þar fyrir mun það heilaga, sem af þjer fæðist, kallast sonur Guðs. Því Guði er enginn lilutur ómáttug- ur«. María vildi f'yrst ekki trúa, en að síðustu laut hún í trú og auðmýkt vilja Drottins og sagði: »Sjá, jeg em ambátt Drottins, verði mjer eptir orðum þínum«. Hrifinn af þessum mikla atburði fór María til Júta eða Hebron, til frændkonu sinnar Elisabetar, móður Jó- hannesar skírara. En er hún kom þar, fylltist Elísabet af andagipt og mælti: »Hvaðan kemur mjer það, að móðir Drottins kemur til mín; blessuð sjert þú meðal kvenna; það mun rætast, sem þjer er heitið af Drottni«. María var 3 mánuði hjá Elisabet. En er hún kom heim og Jósep, sem var trúlofaður henni, vissi að hún var með barni, vildi hann heimulega skilja sig við hana. En honum birtist engill Drottins í draumi, er sagði: »Víla þú ekki fyrir þjer að eiga Maríu, festarkonu þína, því sá þungi, er hún gengur með, er getinn af heilögum anda. Hún mun son fæða, og hann skalt þú láta heita Jesús, því hann mun frelsa sitt fólk frá þess syndum«. Og hann trúði orði Drottins og sætt- ist við Maríu og þau bjuggu í Nazaret. Á þeim tíma hafði hin volduga þjóð, Rémverjar, náð yfirráðum yfir Gyðingalandi eins og svo mörgum öðrum löndum. Augustus, sem þá var keisari í Rómaborg og rjeði yfir Gyðingalandi, þó Iierodes væri kallaður kon- ungur þar, ljet nú þar, sem annarstaðar í ríki sínu, taka

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.