Kirkjublaðið - 24.12.1893, Page 4

Kirkjublaðið - 24.12.1893, Page 4
manntal, »skattskript«, það er: hann Ijet skrifa upp nöfn, aldur og eignir hvers heimilisföður. A Gyðingalandi var eignum skipt eptir ættum, og átti þar hver og einn að vera til staðar í ættborg sinni. María, móðir Jesú, var af kynþætti Davíðs; fór hún því til ættborgar sinnar, Betlehem, með festarmanni sínum, Jósep. Konur áttu líka að láta skrifa nöfn sín og eignir; þær guldu líka skatt. María og Jósep fóru nú frá Nazaret í Galileu til Betle- hem í .Júdeu. Þegar þau komu þangað, var hin litla borg orðin tull af aðkomandi mönnum, sem höfðu komið þangað sama erindis. Það var um kveld; fengu þau því ekki gistingu í gestaherbergi. Eigi er það ljóst af hinni helgu sögu, hvort þau hafi setzt að í fjenaðarhúsi í borg- inni eða helli skammt frá borginni, þar sem fjenaður var líka hýstur. En þegar á hinum fyrstu öldum kristninn- ar bentu menn á helli, þar sem menn sögðu að Jesús væri fæddur. Ljet Helena, móðir Konstantins keisára, er fyrstur af keisurum og konungum tók kristna trú, byggja þar kirkju um 300 árum eptir fæðingu Jesú. Nóttin var »dottin yfir«; nótt hvíldi yfir hinu fagra landi, Gyðingalandi, yfir borginni Betlehem og hinum blómríku beitilöndum kring um hana. Upplyptandi og uppbyggileg er opt sjón næturinnar. Allt er kyrrt, allt, sem hefir mettað sig af lífsfæðu dagsins, allt er þögult; litirnir á jörðunni eru horfnir, ljósið slokknað, en á him- inhvelfingunni lýsa liin ótölulegu ijós, sem minna á ei- lífðina. Hátíðleg kyrrð grípur þá sálir vorar, þegar vjer lyptum augum vorum til himins; vjer finnum nálægð hins eina eilífa 1 sálum vorum, oss finnst að vjer sjeum í andanum í hinu allrahelgasta. En engin nótt hefir verið eins áhrifamikil, eins há- tíðleg og blessunarrík, eins og sú nótt, sem vjer köllum »nóttina helgu«, sú nótt, þegar Jesús, heimsins frelsari, fæddist; þá upplýsti hið eilífa Ijós jörðina, þá birtust himneskar verur. Skyndilega sást birta mikil i nátt- myrkrinu og upplýsti hið fagra hjerað hjá Betlehem; hirðarar, sem vöktu þar yfir hjörð sinni um nóttina, undr- uðust og urðu óttaslegnir, þegar þeir sáu þessa miklu birtu og vegsemd. En undrun þeirra varð enn meiri;

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.